SMS tríó [3] (2004)

Tríó sem sérhæfði sig í barokk tónlist frá Ítalíu og Þýskalandi hélt tónleika í Neskirkju haustið 2004 undir nafninu SMS tríó. Nafn tríósins var myndað úr upphafsstöfum þremenninganna en þeir voru Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Martin Frewer fiðluleikari og Steingrímur Þórhallsson orgelleikari. Þeir munu hafa leikið einungis á þessum einu tónleikum.

SMS tríó [1] (1972-75)

SMS tríó var hljómsveit sem sérhæfði sig líklega í gömlu dönsunum en hún starfaði á árunum 1972-75. Tríóið var stofnað upp úr Fljóðatríóinu sem var reyndar fyrsta kvennahljómsveit Íslands, en SMS stendur fyrir upphafsstafi meðlima sveitarinnar þau Sigurborgu Einarsdóttur söngvara og gítarleikara, Maríu Einarsdóttur systur hennar sem einnig lék á gítar og söng og svo…

SMS tríó [2] (?)

Óskað er eftir upplýsingum um SMS tríóið sem starfaði líkast til í Vestur-Húnavatnssýslu, annað hvort á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar eða þeim tíunda. Skúli Einarsson var einn meðlima sveitarinnar, hann gæti hafa verið gítar- eða trommuleikari en upplýsingar vantar um aðra meðlimi SMS tríósins.