Mixtúran (1968-69)

Mixtúran var skammlíf sveit í Reykjavík stofnuð haustið 1968 upp úr Axlabandinu en lifði að líkindum aðeins rétt fram yfir áramótin 1968-69. Meðlimir Mixtúrunnar voru Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Gunnar Jónsson söngvari, Guðmundur Óskarsson gítarleikari og Már Elíson trommuleikari, allir úr Axlabandinu en einnig voru í sveitinni Davíð Jóhannesson gítarleikari og Sofja Tony Kwasanko söngkona.