Söngfélagið Baldur (1918)
Karlakór sem bar nafnið Söngfélagið Baldur starfaði að öllum líkindum í Eyjafirði en hann söng á skemmtisamkomu á Grund í Eyjafirði á vegum ungmennafélagsins Framtíðarinnar vorið 1918. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan kór og því biðlað til lesenda Glatkistunnar um þær s.s. starfstíma, söngstjóra og annað sem þykir við hæfi í umfjölluninni.
