Söngfélagið Freyja [1] (1892-93)

Veturinn 1892 til 93 starfaði söngfélag á Seyðisfirði undir nafninu Freyja, hugsanlega starfaði þetta félag eitthvað lengur. Árni Jóhannsson mun hafa verið söngstjóri Freyju en frekari upplýsingar er ekki að finna um þennan félagsskap, hvorki um stærð hans eða hvers konar kór um var að ræða.

Söngfélagið Freyja [2] (1922-25)

Söngfélag sem starfaði undir nafninu Freyja var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á framanverðum þriðja áratug síðustu aldar. Um var að ræða kór um þrjátíu kvenna í framsóknarflokknum sem söng undir stjórn Bjarna Péturssonar á fjölda skemmtana innan flokksins og utan árið 1922 og framan af árinu 1923 áður en hann hvarf af sjónarsviðinu. Kórinn sem ýmist…