Söngflokkur Íslendinga í Kaupmannahöfn (1913-14)

Litlar upplýsingar er að finna um karlakór sem í heimild er kallaður Söngflokkur Íslendinga í Kaupmannahöfn en þessi kór mun hafa starfað veturinn 1913-14 undir stjórn William Barbieri sem þá var söngstjóri Frúarkirkjunnar í Kaupmannahöfn. Um var að ræða karlakór sem innihélt á annan tug söngmanna og þeirra á meðal voru nokkrir þekktir tónlistarmenn, þeir…