Söngsveitin Bóbó (1978)
Söngsveitin Bóbó (einnig kallað Söngtríóið Bóbó) starfaði árið 1978 og kom þá í nokkur skipti fram á baráttu- og skemmtifundum herstöðvaandstæðinga og víðar á vinstri kantinum, um vorið og sumarið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum. Engar upplýsingar er að finna hverjir eða hver skipuðu þennan sönghóp og er því hér með óskað eftir slíkum upplýsingum.
