Spíss (1982)
Hljómsveitin Spíss var pönksveit ungra tónlistarmanna á Norðfirði, stofnuð og starfandi árið 1982 í kjölfar sýningar kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík. Meðlimir sveitarinnar voru líklega á aldrinum tólf til þrettán ára gamlir og meðal þeirra var Steinar Gunnarsson sem síðar lék á bassa með hljómsveitinni Súellen. Upplýsingar óskast um aðra meðlimi Spíss.
