Spliff (1999)

Dúettinn Spliff frá Keflavík keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1999 en hann lék eins konar break beat tónlist. Meðlimir Spliff voru Þórir Baldursson og Ingi Þór Ingibergsson. Þeir unnu tónlist sínar á tölvur en höfðu ekki árangur sem erfiði í tilraununum, komust ekki í úrslit.