Stórsveit H.U.V. (1987-94)

Lítið er vitað um stóra harmonikkuhljómsveit sem starfaði meðal Harmonikuunnenda Vesturlands en fyrir liggur að sveitin starfaði a.m.k. á árunum 1987-89 og svo 1994, undir nafninu Stórsveit H.U.V. Steinunn Árnadóttir var stjórnandi sveitarinnar árið 1994 en engar upplýsingar finnast um aðra mögulega stjórnendur hennar eða starfstíma almennt. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Stórsveit H.U.V.

Barnakór Borgarness [2] (1992-)

Barnakór Borgarness hefur verið starfandi síðan árið 1992 að minnsta kosti, fyrst lengi vel undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur en síðan hefur Steinunn Árnadóttir stjórnað honum. Kórinn er starfandi ennþá eftir því sem best verður að komist. Allar frekari upplýsingar um Barnakór Borgarness vantar og óskast sendar Glatkistunni.