Stjörnupopp [1] (1997)

Árið 1997 var starfrækt hljómsveit sem bar nafnið Stjörnupopp, um eins konar flippsveit var að ræða og varð hún ekki langlíf – upphaflega stóð til að sveitin héti The Toni Braxtons en frá því var horfið af einhverjum ástæðum. Meðlimir Stjörnupopps voru þeir Aðalsteinn Leó Aðalsteinsson trommuleikari, Helgi Guðbjartsson gítarleikari og söngvari, Jóhannes Tryggvason hljómborðsleikari…

Stjörnupopp [2] (um 2005)

Í kringum 2004 eða 05 var starfandi hljómsveit, hugsanlega á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Stjörnupopp en hún var skipum meðlimum á unglingsaldri. Þeir voru Bjarni Guðni Halldórsson, Marvin Einarsson, Magnús Skúlason og Eysteinn [?]. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit s.s. hljóðfæraskipan o.fl.