Stórsveit Péturs Kristjánssonar (2002)
Upplýsingar eru af afar skornum skammti um hljómsveit sem Pétur W. Kristjánsson starfrækti haustið 2002 en hún lék þá á nokkrum dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Stórsveit Péturs Kristjánssonar. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar fyrir utan Pétur, sem hefur að öllum líkindum verið í söngvarahlutverkinu.
