Hemra (2000-01)

Hljómsveitin Hemra (sem hét líklega áður Hentai) starfaði á Akranesi á árunum 2000 og 2001 að minnsta kosti, hugsanlega lengur en hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í hljómsveitakeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 2000, en sveitin sigraði einmitt þá keppni með einhvers konar afbrigði af metalrokki. Hemra var síðan snemma vors 2001 meðal…

Hentai (1999)

Hljómsveitin Hentai á Akranesi sigraði tónlistarkeppni NFFA í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 1999 en það var árleg tónlistarkeppni í skólanum og bar þarna yfirskriftina Millenium. Meðlimir Hentai voru þeir Davíð Rósinkrans Hauksson bassaleikari, Márus Hjörtur Jónsson gítarleikari, Sverrir Aðalsteinn Jónsson trommuleikari og Freyr Rögnvaldsson söngvari. Hentai virðist ekki hafa starfað lengi undir þessu nafni…