Öbarna (1974)

Öbarna var sænskt-íslenskt þjóðlagatríó starfandi í Svíþjóð en innihélt Íslendinginn Moody Magnússon kontrabassaleikara. Moody hafði áður starfað hér í þjóðlagasveitum eins og Náttúrubörnum og Þremur undir sama hatti auk þess að vinna með Herði Torfasyni. Öbarna kom og lék hér á nokkrum tónleikum árið 1974.