Hljómsveit Árna Vilhjálmssonar (1971)
Hljómsveit Árna Vilhjálmssonar er ein þeirra sveita sem nefnd hefur verið sem forveri Spilverks þjóðanna en sú sveit átti sér langan aðdraganda þar sem fjölmargar sveitir og tónlistarfólk kom við sögu. Ein þeirra sveita var Hassansmjör sem þeir Ragnar Daníelsen, Valgeir Guðjónsson og Gylfi Kristinsson (allt upphaflega meðlimir Stuðmanna) skipuðu auk fiðluleikara að nafni Sesselja…
