T-Vertigo (1996-97)

Tríóið T-Vertigo var áberandi á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins 1996 og 97. Meðlimir þess voru Hlynur Guðjónsson og Sváfnir Sigurðarson gítarleikarar, sem einnig voru þá í hljómsveitinni Kol, og Þórarinn Freysson kontrabassaleikari. Líklega sungu þeir þremenningarnir allir. T-Vertigo lék rokk og þjóðlagatónlist.