Afmælisbörn 15. janúar 2025

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Erlingur Vigfússon óperusöngvari frá Hellissandi hefði átt afmæli í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1936. Eftir söngnám í Reykjavík fór Erlingur til framhaldsnáms á Ítalíu og síðar Þýskalands þar sem hann starfaði síðan við Kölnaróperuna frá 1969 til 1998 þegar hann kom heim.…

Hljómsveit Tage Möller (1938-40 / 1944-50)

Píanóleikarinn Tage Möller starfrækti tvívegis hljómsveitir í eigin nafni, annars vegar við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari en hins vegar við lok styrjaldarinnar og eftir hana. Hljómsveit Tage Möller hin fyrri var líklega nær einvörðungu tengd alþýðuflokknum og verkalýðshreyfingunni en sveitin lék bæði á skemmtunum og dansleikjum tengt 1. maí hátíðarhöldum en einnig á uppákomum alþýðuflokksfélags Reykjavíkur…

Hljómsveit Skafta Sigþórssonar (1953-56)

Tónlistarmaðurinn Skafti Sigþórsson starfrækti um miðbik sjötta áratugarins hljómsveit eða hljómsveitir því ekki virðist um samfellda sögu að ræða. Fyrsta hljómsveit Skafta Sigþórssonar lék sumarið 1953 í Þórscafe en engar upplýsingar eru tiltækar um skipan þeirrar sveitar. Ári síðar virðist sem Tage Möller píanóleikari, Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari, Ágúst Guðmundsson harmonikkuleikari, Lárus Jónsson trommuleikari og Skafti…

Hljómsveit Péturs Bernburg (1933-40 / 1946)

Pétur Vilhelm Bernburg starfrækti hljómsveit í eigin nafni um nokkurra ára skeið – Hljómsveit Péturs Bernburg (stundum Hljómsveit Pjeturs Bernburg) en sveitin gekk einnig um tíma undir nafninu Sumarhljómsveitin er hún lék á skemmtunum og útidansleikjum að Eiði við Gufunes en það var vinsæll samkomustaður sem Heimdellingar komu á fót á fjórða áratugnum. Hljómsveit Péturs…

Hljómsveit Óskars Cortes (1935-65)

Tónlistarmaðurinn Óskar Cortes starfrækti nokkrar vinsælar hljómsveitir á sínum tíma, flestar þeirra voru danshljómsveitir en hann var jafnframt einnig með strengjasveit í eigin nafni. Fyrstu sveitir Óskars störfuðu á Siglufirði en þangað fór hann fyrst sumarið 1935 ásamt Hafliða Jónssyni píanóleikara en sjálfur lék Óskar á fiðlu, síðar það sama sumar bættist Siglfirðingurinn Steindór Jónsson…

Hljómsveitir Guðjóns Matthíassonar (1954-78 / 1994 )

Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um árabil en hann var þekktur og virtur innan „gömlu dansa“ samfélagsins og komu út fjölmargar plötur í nafni Guðjóns og sveita hans, hér er fjallað um hljómsveitir hans eftir því sem heimildir liggja fyrir um þær en óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitirnar eftir því sem við á.…

Nýja bandið [1] (1935-39)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem gekk undir nafninu Nýja bandið og starfaði á árunum 1935-39, með hléí. Nýja bandið, sem mun hafa innihaldið frá fimm og upp í sjö meðlimi, lék framan af mest í K.R. húsinu en síðar í Iðnó, svo virðist sem Tage Möller píanóleikari hafi verið hljómsveitarstjóri…