Sódavatn (1995)

Dúettinn Sódavatn var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1995. Meðlimir Sódavatns, sem flutti eins konar ambient tónlist, voru þau Aðalsteinn Guðmundsson hljómborðsleikari og Þóranna Dögg Björnsdóttir söngkona. Þau komust ekki áfram í úrslitin og virðast ekki hafa haldið samstarfinu áfram eftir Músíktilraunirnar.