Harmonikufélag Þingeyinga [félagsskapur] (1978-)

Harmonikufélag Þingeyinga er næst elsta harmonikkufélag landsins, stofnað á eftir Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík en félagið hefur starfað samfleytt til dagsins í dag. Það voru þeir Aðalsteinn Ísfjörð og Stefán Kjartansson sem höfðu frumkvæði að því að setja Harmonikufélag Þingeyinga á laggirnar en þeir vildu vinna að framgangi nikkunnar á Húsavík og nágrannabyggðum í Suður-Þingeyjarsýslu.…