Húgó og Hermína (1988)

Hljómsveitin Húgó og Hermína kom af höfuðborgarsvæðinu og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar vorið 1988. Meðlimir Húgós og Hermínu voru þeir Þórður Þórsson gítarleikari og söngvari, Þorsteinn Ö. Andrésson bassaleikari og söngvari og Hrannar Magnússon trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og engar upplýsingar liggja fyrir um hversu lengi sveitin starfaði…