Þyrnar [1] (1966)
Hljómsveitin Þyrnar var frá Ólafsvík og lék bítlatónlist fyrir heimamenn og nærsveitunga um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Þyrnar var stofnuð upp úr Ómó sem var líklega að mestu skipuð sömu meðlimum en þeir voru Snorri Böðvarsson gítarleikari, Trausti Magnússon bassaleikari, Stefán Alexandersson trommuleikari og Sturla Böðvarsson gítar- og harmonikkuleikari en sá síðast taldi var…

