Tilviljun [1] (1983)

Allar upplýsingar varðandi hljómsveitina (hugsanlega dúettinn) Tilviljun óskast sendar Glatkistunni. Tilviljun starfaði á Ísafirði og að öllum líkindum var Sigurjón Kjartansson (Ham o.fl.) í henni, einnig hefur Pétur Geir Óskarsson verið nefndur í þessu samhengi en sveitin átti efni á safnsnældunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (Dauðar og lifandi) sem kom út 1983.

Tilviljun [2] (um 1980?)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Tilviljun sem Ragnhildur Gísladóttir á að hafa starfað með á sínum tíma. Allt tiltækt óskast því sent Glatkistunni um þessa sveit, starfstíma, meðlimi, hljóðfæraskipan o.s.frv.