Tinna (1996)
Engar heimildir er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Tinna og starfaði að öllum líkindum á norðan- eða norðaustanverðu landinu en hún lék á dansleik tengdum afmælishátíð á Þórshöfn sumarið 1996. Sveitin gæti því allt eins verið frá Þórshöfn. Allar upplýsingar um þessa sveit væru því vel þegnar.
