Tókíó (um 1975)

Unglingahljómsveitin Tókíó (Tókýó) starfaði um eða fyrir miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Pétur Jónasson var gítarleikari í sveitinni en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar, og óskast þær því sendar Glatkistunni.