Gibson (1963)
Hljómsveit starfaði á Siglufirði árið 1963 undir nafninu Gibson (einnig nefnd Gipson). Ekki finnast margar heimildir um þessa sveit s.s. hversu lengi hún starfaði en meðlimir hennar voru Jósep Blöndal [?], Tómas Hertervig [?], Baldvin Júlíusson söngvari og trommuleikari og Magnús Guðbrandsson gítarleikari, fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar.
