Dagur íslenskrar tónlistar 2024

Glatkistan óskar landsmönnum til hamingju með Dag íslenskrar tónlistar sem er í dag 1. desember. Deginum var reyndar þjófstartað í Tónlistarhúsinu Hörpu á föstudagsmorguninn þegar Samtónn og Íslensku tónlistarverðlaunin veittu nokkrar viðurkenningar fólki sem starfað hefur að íslensku tónlist, útbreiðslu hennar og uppgangi. Kolbrún Linda Ísleifsdóttir hlaut til að mynda Hvatningarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar en…

Músíktilraunir 2024 framundan

Það styttist í Músíktilraunir 2024. Þær voru lengi kenndar við Tónabæ en fara nú fram í Norðurljósum í Hörpu dagana 10.-16. mars nk. þar sem keppnin hefur verið haldin síðustu árin. Opnað verður fyrir skráningu í Músíktilraunir á heimasíðu keppninnar þann 5. febrúar og þar verður hægt að skrá sig til og með 19. febrúar,…

Glatkistan hlýtur heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar – Lítinn fugl

Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, fullveldisdaginn 1. desember með margvíslegum hætti en í tónlistarhúsinu Hörpu hafa Samtónn og hagsmunasamtök í íslenskri tónlist staðið fyrir hátíðardagskrá undanfarin ár þar sem veittar eru viðurkenningar til þeirra sem þykja hafa lagt á vogarskálar íslenskrar tónlistar. Slík dagskrá fór fram í morgun þar sem slíkar viðurkenningar…

Ýlir veitir 5 milljónum til verkefna í Hörpu

Ýlir, tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk hefur nú veitt fimm milljónum til tónleika og tónlistarverkefna í Hörpu fyrir árið 2016. Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu, Músíktilraunir, Upptakturinn og útgáfutónleikar Mammút eru meðal þeirra tónleika, tónlistarhátíða og fræðsluverkefna sem Ýlir mun styðja við á næstu mánuðum en alls hljóta 13 tónleikar og tónlistarverkefni nú styrk frá sjóðnum upp…

Rakarinn í Sevilla á sviði Íslensku óperunnar

Hin vel þekkta gamanópera Rossinis, Rakarinn í Sevilla, er næsta verkefni Íslensku óperunnar og verður frumsýning þann 17. október næstkomandi í Eldborg í Hörpu. Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígaró, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem sló rækilega í gegn í Don Carlo hjá Íslensku óperunni síðastliðið haust og var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum…

Óperan Peter Grimes í Hörpu

Óperan Peter Grimes eftir Benjamin Britten verður frumflutt á Íslandi næstkomandi föstudag, 22. maí í Eldborg í Hörpu. Tónleikauppfærslan er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar, Hörpu og Listahátíðar í Reykjavík. Tvær erlendar stórstjörnur úr heimi óperunnar syngja aðalhlutverkin í þessari mögnuðu óperu, Stuart Skelton í titilhlutverkinu og Judith Howarth í hlutverki Ellen Orford, ásamt tíu…

Sónar Reykjavík 2015 að hefjast

Hátt í 70 listamenn og hljómsveitir koma fram á stærstu Sónar Reykjavík tónlistarhátíðinni til þessa, sem fram fer í Hörpu dagana 12., 13. og 14. febrúar. Hátíðin hefst í kvöld klukkan 20:00. Meðal þeirra sem koma fram á Sónar Reykjavík í kvöld eru; Todd Terje (NO), Samaris, Sin Fang, Valgeir Sigurðsson, Futuregrapher & Jón Ólafsson, M-band og…