Sónar Reykjavík 2015 að hefjast

Sónar

Sónar Reykjavík 2015 fer fram í Hörpu

Hátt í 70 listamenn og hljómsveitir koma fram á stærstu Sónar Reykjavík tónlistarhátíðinni til þessa, sem fram fer í Hörpu dagana 12., 13. og 14. febrúar. Hátíðin hefst í kvöld klukkan 20:00. Meðal þeirra sem koma fram á Sónar Reykjavík í kvöld eru; Todd Terje (NO), Samaris, Sin Fang, Valgeir Sigurðsson, Futuregrapher & Jón Ólafsson, M-band og Uni Stefson.

Aldrei hafa jafn margir listamenn komið fram á hátíðinni. Aldrei hefur jafn mikið verið lagt í hljóð, umgjörð og hinn sjónræna þátt hennar – sem m.a. má skýra með tónleikum og kröfum bandaríska listamannsins Skrillex á lokakvöldi hátíðarinnar. Aldrei hafa jafnmargir erlendir gestir komið fram á Sónar Reykjavík sem listamenn, eða komið til landsins sem tónleikagestir. Búist er við rúmlega 1.500 erlendum tónleikagestum á hátíðina í ár, en fjöldi þeirra hefur stigvaxið frá því Sónar Reykjavík fyrst haldin í febrúar árið 2013.

Sónar Reykjavík fer fram á fimm sviðum í Hörpu, m.a. í bílakjallaranum sem breytt verður í næturklúbb líkt og síðustu ár. Á tveimur stærstu sviðum hátíðarinnar koma m.a. fram Skrillex (US), Paul Kalkbrenner (DE), Todd Terje (NO), Jamie xx (UK), SBTRKT (UK), Kindness (UK), Elliphant (SE), Yung Lean & Sad Boys (SE), Ryan Hemsworth (US), Sophie (UK), Nisennenmondai (JP), MugisonPrins PólóSamarisSin FangFufanu, Ghostigital, Uni StefsonYoung Karin og Súrefni – sem snýr aftur eftir áratuga hlé.

Meðal annarra hljómsveita og listamanna sem koma fram á hátíðinni á öðrum sviðum Sónar Reykjavík í ár eru; Nina Kraviz (RU), Jimmy Edgar (US), Daniel Miller (UK), Kohib (NO), Leave Ya (US), Ametsub (JP), Jón Ólafsson & FuturegrapherValgeir Sigurðsson, DJ Margeir, DJ Yamaho, Thor, Exos, Emmsjé Gauti, Kött Grá Pjé, Tonik Ensabmle, Bjarki, DJ Flugvél & Geimskip og M-Band sem hefur sópað að sér lofi og verðlaunum fyrir sína fyrstu breiðskífu.

Dagskrá Sónar Reykjavík 2015 má nú nálgast í heild sinni heimasíðu hátíðarinnar, www.sonarreykjavik.com, og Sónar Festival appinu sem ná má í frítt á Google Play og App Store Apple.

MIÐASALA 

EMiðasala fer fram í Hörpu og á Harpa.is, Midi.is og Tix.is
Miðaverð er 18.900 og gildir miðin á alla tónleika Sónar Reykjavík 2015.