Karlakórinn Húnar [2] (1963)

Svo virðist sem karlakór hafi starfað um skamma hríð árið 1963 í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnvatnssýslu en þá um vorið söng þessi kór undir stjórn Þorsteins Jónssonar, hugsanlega innan ungmennafélagsins Húna sem þá starfaði í sýslunni. Ekki virðist um sama kór að ræða og starfað hafði nokkrum árum áður á Blönduósi undir sama nafni.

Karlakórinn Vökumenn (1958-81)

Karlakórinn Vökumenn starfaði í Húnavatnssýslu í nærri því aldarfjórðung, hann söng nær eingöngu á heimaslóðum og var fastagestur á Húnavöku þann tíma sem hann starfaði. Vökumenn komu úr Torfalækjarhreppi en nafn kórsins var komið frá kvenfélagi hreppsins, Vöku. Kórinn hóf æfingar haustið 1958 en var þó ekki formlega stofnaður fyrr en snemma árs 1959, mánuði…