Torture [1] (1990)
Lítið liggur fyrir um dauðarokksveitina Torture sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1990. Fróði Finnsson (Infusoria o.m.fl.) var einn meðlima og spilaði líklega á gítar en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar. Þeir voru allir á unglingsaldri.

