Brúðkaup Fígarós (1989)

Hljómsveitin Brúðkaup Fígarós var starfandi 1989 en þá tók sveitin þátt í Músíktilraunum. Meðlimir sveitarinnar voru Karl Olgeirsson hljómborðsleikari, Ásgeir Páll Ágústsson söngvari, Gísli Leifsson trommuleikari, Hallur Guðmundsson bassaleikari og Trausti Örn Einarsson gítarleikari. Sveitin komst ekki í úrslit.