Tríó Bjarna Sveinbjörnssonar (1995)
Tríó Bjarna Sveinbjörnssonar var skammlíf sveit starfandi árið 1995. Meðlimir tríósins voru Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Ástvaldur Traustason hljómborðsleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari. Hér er giskað á að um eins konar djasstríó hafi verið að ræða.
