Hörður Guðmundsson (1928-87)

Sauðkrækingurinn Hörður Guðmundsson var kunnur fyrir hljóðfæraleik sinn en hann starfrækti hljómsveitir á sínum yngri árum, hann var einnig þekktur hagyrðingur. Hörður Guðmundsson (oft kenndur við móður sína og var kallaður Hörður Fríðu) starfaði lengst af ævi sinnar við sjómennsku og verslunarstörf á Sauðárkróki. Hann fæddist vorið 1928 og mun hafa lært tónlist um tveggja…