Myndasyrpa 2 frá Airwaves 2024

Glatkistan var á ferðinni með myndavélina á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni á föstudagskvöldið og má sjá hluta afrakstursins á Facebook síðu Glatkistunnar – meðal þess sem var á boðstólum það kvöld má nefna Úlf Úlf, Pétur Ben, Flott, Teit Magnússon og Klemens Hannigan.

Dagskrá Innipúkans tilbúin

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í 21. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina, dagana 2.-4. ágúst. Heildardagskrá hátíðarinnar er nú klár og birt hér með nokkrum nýjum viðbótum við prógrammið. Páll Óskar og Skrattar koma í fyrsta sinn fram saman á sviði á opnunarkvöldi Innipúkans í ár, auk þess að koma fram í sitthvoru lagi á…

Innipúkinn 2024 um verslunarmannahelgina

Páll Óskar og Skrattar snúa bökum saman og koma fram á tónlistarhátíðinni Innipúkanum um verslunarmannahelgina 2. – 4. ágúst en hátíðin fer nú fram í miðborg Reykjavíkur í 21. sinn. Meðal annarra listamanna sem eru tilkynnt til leiks í fyrstu dagskrártilkynningu hátíðarinnar eru Bjartar sveiflur, ex.girls, Hatari, Hipsumhaps, Inspector Spacetime, Lúpína, Una Torfa og Vök.…

Iceland airwaves kynnir fyrstu nöfnin á 25 ára afmæli hátíðarinnar

Iceland Airwaves hefur nú birt fyrstu nöfnin sem koma fram á 25 ára afmælisútgáfu hátíðarinnar, sem fer fram dagana 7. – 9. nóvember 2024 í miðbæ Reykjavíkur. Hátíðin fagnar aldarfjórðungsafmæli með holskeflu af spennandi, nýju og framsæknu tónlistarfólki frá Íslandi og öllum heimshornum. Dagskráin í ár verður ein sú flottasta hingað til. „Við erum ótrúlega stolt…