Útrás [2] (1982)

Útrás var rokkhljómsveit úr Kópavogi, hún tók m.a. þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar sem haldnar voru haustið 1982. Sveitin komst ekki áfram í úrslitin. Meðlimir Útrásar voru Þórður Ísaksson gítarleikari, Aðalsteinn Bjarnþórsson gítarleikari, Guðbrandur Brandsson söngvari, Bjarni Þór Bragason trommuleikari og Bjarni Friðriksson bassaleikari. Ekki liggur fyrir hvort fleiri meðlimir komu við sögu sveitarinnar.