Valium (2001-02)

Óskað er eftir upplýsingum um unglingahljómsveit í Vestmannaeyjum sem gekk undir nafninu Valium en þessi sveit hafði verið stofnuð upp úr annarri sveit, Pink out líklega rétt fyrir áramótin 2001-02. Valíum mun hafa leikið á tónlistarhátíðinni Allra veðra von í janúar 2002. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, hversu lengi hún…

Valíum (2002-03)

Trúbadorarnir Hjörtur Geirsson og Haraldur Davíðsson starfræktu í upphafi aldarinnar dúett sem þeir kölluðu Valíum. Valíum starfaði á árunum 2002 og 2003 og léku þeir félagar mestmegnis á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu s.s. á Langabar og Ara í Ögri en þeir munu einnig hafa leikið einhverju sinni í Ólafsvík.