Veiran (1969)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu um sumarið og haustið 1969 undir nafninu Veiran. Sveitin er í tvígang auglýst í fjölmiðlum, annars vegar á dansleik í Kópavogsbíói, hins vegar í Tónabæ, en engar heimildir finnast um meðlimi Veirunnar.