Verkfall (1995)

Hljómsveitin Verkfall átti tvö lög á safnplötunni Strump í fótinn sem kom út haustið 1995. Sveitin spilaði eins konar frum-techno eins og það var skilgreint í plötuumfjöllun en engar upplýsingar finnast um Verkfall að öðru leyti, þó gæti Ólafur Björn Ólafsson (ÓBÓ) hafa verið trymbill sveitarinnar. Frekar upplýsingar óskast um þessa sveit.