Vitringarnir (1989)

Hornfirska hljómsveitin Vitringarnir var starfandi 1989 og keppti það vor í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Björn Heimir Viðarsson söngvari og saxófónleikari, Kristján Heiðar Sigurðsson hljómborðsleikari og Friðrik Ingvaldsson gítarleikari. Ekki liggja frekari upplýsingar fyrir um sveitina.