Sönglögin í leikskólanum [safnplöturöð] (1996-2003)

Tónlistarmaðurinn og útgefandinn Axel Einarsson var maðurinn á bak við plötuseríuna Sönglögin í leikskólanum en alls komu út fjórar plötur í þeirri seríu undir merkjum Stöðvarinnar, útgáfufyrirtækis Axels. Axel setti sig í samband við Guðrúnu Katrínu Árnadóttur til að vinna fyrstu plötuna sem kom út sumarið 1996, á henni var að finna sígild leikskólalög sungin…

Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar [annað] – Efni á plötum

Kóræfingin [snælda] Útgefandi: Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1980 1. Æfingar fyrir „höfuðhljóm“ á bls. 9 2. Æfingar nr. 1 og 2 á bls. 10 3. Æfingar nr. 3, 4 og 5 á bls. 10 4. „Hreinn söngur“, æfingar nr. 1, 2 og 3 á bls. 11 5. Æfingar nr. 4 og 5 á…

Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar [annað] (1928-)

Um margra áratuga skeið hefur söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar haft áhrif á söng- og tónlistarmál okkar Íslendinga, einkum framan af en segja má að embættið hafi m.a. mótað þá kirkjukórahefð sem hér hefur verið við lýði, og haft margs konar önnur áhrif. Tildrög þess að til embættis söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar var stofnað voru þau að þegar alþingishátíðin sem…

Sönglögin í leikskólanum [safnplöturöð] – Efni á plötum

Sönglögin í leikskólanum – ýmsir Útgefandi: Stöðin   Útgáfunúmer: ST.017 CD/MC Ár: 1996 1. Einn hljómlistarmaður 2. Tveir kettir 3. Ég hlakka svo til 4. Háttatími 5. Kanntu brauð að baka 6. Ef þú giftist 7. Kannast þú við 8. Lobbukvæði 9. Með sól í hjarta 10. Mikki frændi 11. Úti er alltaf að snjóa…

Sönn ást (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit frá Húsavík, líklega pönksveit sem bar nafnið Sönn ást og innihélt m.a. Bogga [?] og Sindra [?], hér er giskað á að sveitin hafi verið starfandi í kringum 1990 en sú ágiskun þarf ekki að vera rétt. Óskað er eftir upplýsingum um nöfn meðlima og hljóðfæraskipan, hvenær sveitin starfaði,…

H.G. kvartett [1] (1952-61)

Sauðárkrókur hafði sína eigin danshljómsveit um og upp úr 1950 en hljómsveit Harðar Guðmundssonar eða H.G. kvartett (kvintett þegar þeir voru fimm) eins og hún var oftast kölluð starfaði á árunum 1952 til 61, og líklega lengur – upplýsingar þess efnis vantar. Sveitin lék oft á Sæluviku þeirra Skagfirðinga á Sauðárkróki. H.G. kvartettinn var ein…

H.B. kvintettinn [2] (1969-70)

Hljómsveit starfaði veturinn 1969-70 undir nafninu H.B. kvintettinn og mun mestmegnis hafa leikið á skemmtistaðnum Sigtúni en einnig á árshátíðum og þess konar samkomum. Meðlimir þessarar sveitar voru Haraldur Bragason gítarleikari (H.B.) sem jafnframt var hljómsveitarstjóri, Jón Garðar Elísson bassaleikari, Erlendur Svavarsson trommuleikari og söngvari og Helga Sigþórsdóttir söngkona, sveitin mun hafa verið stofnuð upp…

H.B. kvintettinn [1] (1953-56)

H.B. kvintettinn var hljómsveit sem starfaði á sjötta áratug síðustu aldar en hún var í raun sama sveit og bar nafnið SOS (S.O.S.) en hafði þurft að breyta nafni sínu að beiðni Ríkisútvarpsins. Sveitin var stofnuð 1953 og starfaði til ársins 1956 að minnsta kosti en margt er óljóst í sögu þessarar sveitar. Fyrir liggur…

H.G. sextett [1] (1949-52)

H.G. sextettinn úr Vestmannaeyjum var ein af fyrstu hljómsveitunum sem þar starfaði og þótti reyndar með bestu hljómsveitum landsins þegar hún var og hét. Haraldur Guðmundsson trompet- og banjóleikari var maðurinn á bak við H.G. sextettinn en hann fluttist til Vestmannaeyja haustið 1949 og stofnaði sveitina þar litlu síðar, sveitin hafði mikil áhrif á tónlistarlífið…

H.G. kvartett [3] (2016 / 2022)

Haukur Gröndal saxófónleikari hefur starfrækt djasshljómsveit sem bæði hefur gengið undir nafninu H.G. kvartett og H.G. sextett og hefur það farið eftir fjölda meðlima hverju sinni. Í kvartett-útgáfunni hafa þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari og Erik Qvick trommuleikari skipað sveitina ásamt Hauki en ekki liggur fyrir hverjir hafa verið í sextetts-útgáfu hennar. Sveit…

H.G. kvartett [2] (1974-77)

Hljómsveit sem bar nafnið H.G. kvartett starfaði um nokkurra ára skeið (á árunum 1974 til 77) sem húshljómsveit í Ingólfscafé þar sem hún lék gömlu dansana. Meðlimir H.G. kvartettsins voru þeir Hreiðar Guðjónsson trommuleikari sem var hljómsveitarstjóri og sá sem skammstöfun sveitarinnar vísar til, Þorvaldur Björnsson píanóleikari og Jón Sigurðsson (Jón í bankanum) harmonikkuleikari en…

H.G. sextett [2] (1957-62)

Haraldur Guðmundsson trompetleikari sem áður hafði starfrækt þekkta djass- og danshljómsveit í Vestmannaeyjum undir nafninu H.G. sextett flutti austur á Norðfjörð árið 1955 eftir því sem best verður komist og tók þar fljótlega við Lúðrasveit Neskaupstaðar, stofnaði karlakór og reif upp tónlistarlífið í bænum. Vorið 1957 stofnaði Haraldur hljómsveit sem hlaut nafnið H.G. sextett rétt…

Afmælisbörn 2. ágúst 2023

Í dag koma tvö tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Hlynur Aðils Vilmarsson tónlistarmaður er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi. Hlynur starfaði með ungsveitum á borð við No comment og Strigaskóm nr. 42 hér áður en hann fór í tónsmíðanám en hann hefur unnið til og verið tilnefndur til ýmissa verðlauna…