Söngsveitin Drangey (1985-2004)

Söngsveitin Drangey var eins konar afsprengi Skagfirsku söngsveitarinnar en Drangey var kór eldra söngfólks starfandi innan Skagfirðingafélagsins í Reykjavík. Skagfirska söngsveitin hafði verið stofnuð innan Skagfirðingafélagsins árið 1970 og hafði Snæbjörg Snæbjarnardóttir verið stjórnandi kórsins frá upphafi um miðjan níunda áratuginn þegar nýr stjórnandi, Björgvin Þ. Valdimarsson tók við kórnum. Kórinn hafði þá skapað sér…

Söngvar frá Íslandi [safnplöturöð] – Efni á plötum

Söngvar frá Íslandi 1 – ýmsir Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: LP IT 1002 Ár: 1960 1. Ketill Jensson og Þjóðleikhúskórinn – Fagurt skín í skærum skálum 2. Kristinn Hallsson – Hinn suðræni blær 3. Guðrún Á. Símonar – Lofið Drottinn 4. Sigfús Halldórsson – Í dag 5. Þorsteinn Hannesson – Enn ertu fögur sem forðum…

Söngvar frá Íslandi [safnplöturöð] (1960)

Þegar hljómplötuútgáfan Íslenzkir tónar (1947-64) var og hét undir stjórn Tage Ammendrup sendi hún frá sér tvær tvöfaldar safnplötur á breiðskífuformi árið 1960 sem með réttu teljast fyrstu safnplöturnar sem gefnar voru út hér á landi og um leið fyrstu safnplöturaðirnar – önnur þeirra safnplöturaða og sú sem hér um ræðir var Söngvar frá Íslandi…

Söngsveitin Drangey – Efni á plötum

Söngsveitin Drangey – Söngurinn um lífið og tilveruna Útgefandi: Söngsveitin Drangey Útgáfunúmer: PUBNUM 001 Ár: 2002 1. Gamall brúðarmars frá Valdres 2. Serenata 3. Vornótt 4. Á vegamótum 5. Sumarnótt 6. Vögguvísa 7. Gömul spor 8. Stjörnunótt 9. Suðurnesjamenn 10. Amma mín 11. Til mömmu 12. Dona nobis pacem 13. Nótt að beði sígur senn…

H.J. kvartettinn [2] (1980)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa leikið gömlu dansana og verið eins konar húshljómsveit í Ingólfscafé frá því síðsumars 1980 og út árið. Sveitin bar nafnið H.J. kvartettinn er ekki er meira vitað um þessa tilteknu sveit.

H.J. kvartettinn [1] (1958-59)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveit sem starfaði í Keflavík á árunum 1958 og 59 undir nafninu H.J. kvartettinn, og hugsanlega hafði hún þá verið starfandi um tíma. Engar upplýsingar er t.d. að finna um meðlimi sveitarinnar en þeim mun meiri upplýsingar um söngvara hennar sem allir voru að stíga sín fyrstu spor á…

H.H. kvintett (1961-65)

Á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar var starfrækt af ungum mönnum sem flestir voru innan við tvítugt hljómsveit á Akureyri sem bar heitið H.H. kvintett (og reyndar síðar H.H. kvartett) en sveitin var lengi húshljómsveit á Hótel KEA auk þess sem hún lék víða um norðanvert landið á dansleikjum s.s. í Vaglaskógi um verslunarmannahelgar,…

H.G. tríó (1984)

Hljómsveit sem bar nafnið H.G. tríó var starfandi árið 1984 en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hana, hér með er óskað eftir þeim.

Ha [2] (um 1977)

Hljómsveit sem bar nafnið Ha starfaði við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði laust eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum í kringum 1977. Sigurður Matthíasson var söngvari hljómsveitarinnar Ha og einnig var Linda Björk Hreiðarsdóttir (síðar trommuleikari í Grýlunum) meðlimur hennar en ekki liggur fyrir á hvað hún spilaði í sveitinni. Óskað er…

Ha [1] (um 1970)

Í kringum 1970, e.t.v. örlítið fyrr var hljómsveit starfrækt á Suðurnesjunum – hugsanlega í Garði undir nafninu Ha. Lítið er vitað um þessa hljómsveit annað en að söngvari hennar hét Ómar Jóhannsson, óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar, auk annars sem ætti heima í slíkri umfjöllun.

H4U2 (1986)

H4U2 var skammlíf hljómsveit starfandi í Vestmannaeyjum árið 1986. Meðlimir sveitarinnar voru Geir Reynisson [?], Páll Eyjólfsson [?], Jarl Sigurgeirsson [?], Sveinbjörn Guðmundsson [?], Ólafur Þór Snorrason [?] og Arnar Jónsson [?], ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan hennar og er því óskað eftir þeim.

H-inn (um 1990)

Í kringum 1990 var stafrækt hljómsveit á Akureyri sem gekk undir nafninu H-inn, af því er virðist. Meðlimir þessarar sveitar voru Ásbjörn Blöndal [?], Magnús Guðmundsson [?], Oddur Árnason [?], Ómar Árnason [?] og einn meðlimur til viðbótar sem var söngvari en um nafn hans er ekki vitað. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa…

Afmælisbörn 16. ágúst 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá í dag: Sigurður (Pétur) Bragason baritónsöngvari er sextíu og níu ára. Sigurður nam söng og tónfræði frá Tónlistarskólanum í Reykjavík en stundaði síðan framhaldsnám á Ítalíu og Þýskalandi. Hann hefur sungið ýmis óperuhlutverk heima og erlendis, gefið út sjö plötur með söng sínum, auk þess að stýra nokkrum kórum s.s.…