Söngævintýri Gylfa Ægissonar [annað] (1980-2008)

Gylfi Ægisson fór mikinn í útgáfu ævintýra í söngleikjaformi frá því snemma á níunda áratug síðustu aldar og fram á þessa öld en alls komu út átta plötur sem setja mætti í þann flokk. Söngævintýrum Gylfa mætti skipta í tvennt, annars vegar þau sem hann vann í samstarfi við Rúnar Júlíusson í Geimsteini og nutu…

Söngtríóið Þrír háir tónar (1968-69)

Söngtríóið Þrír háir tónar hafði í raun starfað í um tvö ár þegar það kom fram á sjónarsviðið en það hafði þá áður gengið undir nafninu Rím-tríóið, þegar til stóð að gefa út plötu með þeim félögum var nafninu breytt í Þrjá háa tóna en meðlimir tríósins voru þeir Arnmundur Bachman gítarleikari, Friðrik Guðni Þórleifsson…

Hafið (1985)

Glatkistan leitar eftir upplýsingum um söngflokk sem starfaði á fyrri hluta árs 1985 undir nafninu Hafið. Hafið kom fram á Vísnakvöldi Vísnavina ásamt fleiri atriðum en ekki liggja fyrir heimildir nema um þess einu opinberu framkomu hópsins. Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um Hafið.

Ha [3] (um 1997)

Skammlíf hljómveit starfaði innan Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki undir nafninu Ha, annað hvort árið 1996 eða 97. Sagan segir að um dúett hafi verið að ræða en meðlimir hans voru þeir Auðunn Blöndal og Hugi Jens Halldórsson sem síðar störfuðu saman í sjónvarpi. Engar upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan dúettsins eða annað og…

Söngævintýri Gylfa Ægissonar [annað] – Efni á plötum

Söngævintýrið Rauðhetta & Hans og Gréta – ýmsir Útgefandi: Geimsteinn / Spor  Útgáfunúmer: GS 112 / GSCD 112 Ár: 1980 / 1994 1. Um skóginn geng ég glöð 2. Fínt er nú veðrið 3. Nú er ég saddur 4. Nú hef ég hér í hægri hönd 5. Ert þú hingað komin? 6. Söngur veiðimannsins 7. Mikið er ég…

Söngtríóið Þrír háir tónar – Efni á plötum

Söngtríóið Þrír háir tónar – Söngtríóið 3 háir tónar [ep] Útgefandi: Tónabúðin Útgáfunúmer: Odeon GEOK 258 Ár: 1968 1. Heimþrá 2. Útilegumenn 3. Siglum áfram 4. Haustljóð Flytjendur: Arnmundur Backman – söngur og gítar Friðrik Guðni Þórleifsson – söngur og bassi Örn Gústafsson – söngur og gítar

Hafnarfjarðar-Gullý (1932-2000)

Guðmunda Jakobína Ottósdóttir eða Hafnafjarðar-Gullý eins og hún er nefnd á umslagi safnplötunnar Drepnir var hafnfirsk alþýðukona fædd 1932, hún var þekktur Hafnfirðingur og þótti skrautlegur karakter, átti ekki alltaf auðvelt líf og mun hafa misst tvo eiginmenn af slysförum. Hún lék á gítar og söng fyrir sig og aðra og hafði yndi af því…

Hafliði Jónsson (1918-2014)

Hafliði Jónsson píanóleikari er sjálfsagt meðal þeirra tónlistarmanna sem hvað lengstan tónlistarferil hefur átt en hann lék opinberlega með hljómsveitum og sem undirleikari og píanóleikari frá því um 17 ára aldur og nánast fram í andlátið en hann lést rétt tæplega 96 ára gamall, þá var hann öflugur félagsmaður í FÍH og var í þeim…

Hafsteinn Ólafsson (1915-87)

Hafsteinn Ólafsson var meðal fremstu harmonikkuleikara landsins á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar og lét að sér kveða bæði í spilamennsku og félagsmálum harmonikkuleikara. Hafsteinn fæddist í Reykjavík sumarið 1915 og bjó þar alla ævi, hann vann almenn störf en lengst starfaði hann hjá Mjólkursamsölunni við eftirlit. Hann hóf ungur að leika á harmonikku og lék…

Hafsteinn Guðmundsson (1947-)

Fagottleikarann Hafstein Guðmundsson má telja til brautryðjenda á því hljóðfæri hér á landi en hann var lengi vel fyrsti fagottleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og reyndar einn fyrsti brautskráði fagottleikarinn hérlendis en hann nam af Sigurði Breiðfjörð Markússyni sem telst þeirra fyrstur hér á landi. Hafsteinn Guðmundsson er Reykvíkingur, fæddur vorið 1947 og hóf ungur tónlistarnám, fyrst…

Hafrún (1995)

Hljómsveit sem auglýst var undir nafninu Hafrún lék á dansleik í Úthlíð í Biskupstungum vorið 1995. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, og er því hér með óskað eftir þeim s.s. hverjir skipuðu hana, hljóðfæraskipan, starfstími o.s.frv.

Hafsteinn Sigurðsson (1945-2012)

Hafstenn Sigurðsson var einn þeirra drifkrafta sem geta haldið tónlistarlífi heils bæjarfélags í gangi en hann var margt í mörgu þegar kom að þeim málum í Stykkishólmi. Hafsteinn Sigurðsson fæddist í Stykkishólmi haustið 1945 og bjó þar alla tíð. Hann var lærður trésmiður og starfaði eitthvað við það en tónlistin átti eftir að taka yfir…

Afmælisbörn 23. ágúst 2023

Afmælisbörnin eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari og kokkur er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Margir muna eftir honum síðhærðum með Stjórninni þegar Eitt lag enn tröllreið öllu hér á landi en Jón Elfar hefur einnig leikið með sveitum eins og Sigtryggi dyraverði, Singultus, Hjartagosunum, Dykk,…