H4U2 (1986)

H4U2 var skammlíf hljómsveit starfandi í Vestmannaeyjum árið 1986. Meðlimir sveitarinnar voru Geir Reynisson [?], Páll Eyjólfsson [?], Jarl Sigurgeirsson [?], Sveinbjörn Guðmundsson [?], Ólafur Þór Snorrason [?] og Arnar Jónsson [?], ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan hennar og er því óskað eftir þeim.

H-inn (um 1990)

Í kringum 1990 var stafrækt hljómsveit á Akureyri sem gekk undir nafninu H-inn, af því er virðist. Meðlimir þessarar sveitar voru Ásbjörn Blöndal [?], Magnús Guðmundsson [?], Oddur Árnason [?], Ómar Árnason [?] og einn meðlimur til viðbótar sem var söngvari en um nafn hans er ekki vitað. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa…

Afmælisbörn 16. ágúst 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá í dag: Sigurður (Pétur) Bragason baritónsöngvari er sextíu og níu ára. Sigurður nam söng og tónfræði frá Tónlistarskólanum í Reykjavík en stundaði síðan framhaldsnám á Ítalíu og Þýskalandi. Hann hefur sungið ýmis óperuhlutverk heima og erlendis, gefið út sjö plötur með söng sínum, auk þess að stýra nokkrum kórum s.s.…

Afmælisbörn 15. ágúst 2023

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Þingeyingurinn Baldur Ragnarsson tónlistarmaður og áhugaleikari er þrjátíu og níu ára gamall í dag. Þótt flestir tengi Baldur við gítarleik og söng í  hljómsveitinni Skálmöld hefur hann komið við í miklum fjölda sveita af ýmsu tagi, sem vakið hafa athygli með plötum sínum. Þar má…

Afmælisbörn 14. ágúst 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn Geir Ólafsson á stórafmæli á þessum degi en hann er fimmtugur. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit. Hrönn Svansdóttir…

Afmælisbörn 13. ágúst 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex talsins í dag: Ingunn Gylfadóttir tónlistarkona er fimmtíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Ingunn var aðeins þrettán ára gömul þegar plata með henni, Krakkar á krossgötum kom út en síðar vakti hún verulega athygli fyrir framlag sitt í undankeppnum Eurovision ásamt Tómasi Hermannssyni en þau gáfu út plötu saman…

Afmælisbörn 12. ágúst 2023

Glatkistan hefur fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Afmælisbörn 11. ágúst 2023

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru fimm talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur er sextíu og eins árs gamall í dag. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann…

Afmælisbörn 10. ágúst 2023

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari frá Vopnafirði á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Nikulás lék á sínum tíma með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum og má þar nefna sveitir eins og Dínamít, Dögg, Fjörefni, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Paradís, Gneista og Hljómsveit Róberts Nikulássonar, föður Nikulásar. Ólafur Elíasson píanóleikari…

Afmælisbörn 9. ágúst 2023

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni en ekkert þeirra er á lífi: Sigurður Birkis óperusöngvari átti afmæli á þessum degi. Sigurður (1893-1960) var tenórsöngvari sem menntaði sig í list sinni í Danmörku og Ítalíu en sneri heim að því loknu og vann hér mikið brautryðjendastarf, stofnaði fjölda kirkjukóra, kenndi söng og gegndi fyrstur…

Afmælisbörn 8. ágúst 2023

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Sigrún Hjálmtýsdóttir eða bara Diddú á afmæli á þessum degi en hún er sextíu og átta ára gömul. Diddu vakti fyrst athygli með Spilverki þjóðanna og Brunaliðinu en síðan varð sólóferillinn öðru yfirsterkara. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperuuppfærslum og tónleikum af ýmsu tagi,…

Afmælisbörn 7. ágúst 2023

Í dag koma fjölmörg afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Rannveig Jóhannsdóttir er sjötíu og fjögurra ára gömul en margir hinna eldri muna eftir henni frá fyrstu árum Sjónvarpsins en hún sá þá um Stundina okkar ásamt hrafninum Krumma. Reyndar kom einnig út lítil plata með þeim Rannveigu og Krumma. Rannveig var lítið áberandi eftir þetta sjónvarpsævintýri…

Afmælisbörn 6. ágúst 2023

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum líta dagsins ljós að þessu sinni: Jóhann Helgason er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Jóhann er einn okkar fremsti lagahöfundur og söngvari og á ógrynni laga sem allir þekkja, meðal þeirra má nefna Söknuður, Seinna meir, Take your time og Karen svo fáein dæmi séu nefnd. Jóhann hefur starfað…

Afmælisbörn 5. ágúst 2023

Tónlistartengdu afmælisbörnin eru fimm talsins á þessum degi: Haukur Heiðar Ingólfsson píanóleikari er áttatíu og eins árs í dag. Haukur Heiðar hefur gefið út fjöldann allan af plötum þar sem hann leikur oftast instrumental lög í félagi við aðra, sem hvarvetna hafa fengið góða dóma. Haukur Heiðar var lengi þekktastur fyrir að vera undirleikari Ómars…

Afmælisbörn 4. ágúst 2023

Að þessu sinni eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Jófríður Ákadóttir er tuttugu og níu ára gömul í dag en hún hefur komið ótrúlega víða við í tónlistinni þótt hún sé ekki eldri en þetta. Hún vakti fyrst athygli með Pascal Pinon í Músíktilraunum og síðan aftur með Samaris sem sigraði reyndar keppnina 2011 en…

Afmælisbörn 3. ágúst 2023

Tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlist eru á skrá Glatkistunnar í dag: Bjarki Sveinbjörnsson doktor í tónvísindum er sjötugur í dag og fagnar því stórafmæli. Bjarki starfaði fyrrum sem tónmenntakennari en eftir að hann lauk doktorsnámi sínu 1998 um tónlist á Íslandi á 20. öld með áherslu á upphaf og þróun elektrónískrar tónlistar á árunum 1960-90,…

Sönglögin í leikskólanum [safnplöturöð] (1996-2003)

Tónlistarmaðurinn og útgefandinn Axel Einarsson var maðurinn á bak við plötuseríuna Sönglögin í leikskólanum en alls komu út fjórar plötur í þeirri seríu undir merkjum Stöðvarinnar, útgáfufyrirtækis Axels. Axel setti sig í samband við Guðrúnu Katrínu Árnadóttur til að vinna fyrstu plötuna sem kom út sumarið 1996, á henni var að finna sígild leikskólalög sungin…

Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar [annað] – Efni á plötum

Kóræfingin [snælda] Útgefandi: Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1980 1. Æfingar fyrir „höfuðhljóm“ á bls. 9 2. Æfingar nr. 1 og 2 á bls. 10 3. Æfingar nr. 3, 4 og 5 á bls. 10 4. „Hreinn söngur“, æfingar nr. 1, 2 og 3 á bls. 11 5. Æfingar nr. 4 og 5 á…

Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar [annað] (1928-)

Um margra áratuga skeið hefur söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar haft áhrif á söng- og tónlistarmál okkar Íslendinga, einkum framan af en segja má að embættið hafi m.a. mótað þá kirkjukórahefð sem hér hefur verið við lýði, og haft margs konar önnur áhrif. Tildrög þess að til embættis söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar var stofnað voru þau að þegar alþingishátíðin sem…

Sönglögin í leikskólanum [safnplöturöð] – Efni á plötum

Sönglögin í leikskólanum – ýmsir Útgefandi: Stöðin   Útgáfunúmer: ST.017 CD/MC Ár: 1996 1. Einn hljómlistarmaður 2. Tveir kettir 3. Ég hlakka svo til 4. Háttatími 5. Kanntu brauð að baka 6. Ef þú giftist 7. Kannast þú við 8. Lobbukvæði 9. Með sól í hjarta 10. Mikki frændi 11. Úti er alltaf að snjóa…

Sönn ást (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit frá Húsavík, líklega pönksveit sem bar nafnið Sönn ást og innihélt m.a. Bogga [?] og Sindra [?], hér er giskað á að sveitin hafi verið starfandi í kringum 1990 en sú ágiskun þarf ekki að vera rétt. Óskað er eftir upplýsingum um nöfn meðlima og hljóðfæraskipan, hvenær sveitin starfaði,…

H.G. kvartett [1] (1952-61)

Sauðárkrókur hafði sína eigin danshljómsveit um og upp úr 1950 en hljómsveit Harðar Guðmundssonar eða H.G. kvartett (kvintett þegar þeir voru fimm) eins og hún var oftast kölluð starfaði á árunum 1952 til 61, og líklega lengur – upplýsingar þess efnis vantar. Sveitin lék oft á Sæluviku þeirra Skagfirðinga á Sauðárkróki. H.G. kvartettinn var ein…

H.B. kvintettinn [2] (1969-70)

Hljómsveit starfaði veturinn 1969-70 undir nafninu H.B. kvintettinn og mun mestmegnis hafa leikið á skemmtistaðnum Sigtúni en einnig á árshátíðum og þess konar samkomum. Meðlimir þessarar sveitar voru Haraldur Bragason gítarleikari (H.B.) sem jafnframt var hljómsveitarstjóri, Jón Garðar Elísson bassaleikari, Erlendur Svavarsson trommuleikari og söngvari og Helga Sigþórsdóttir söngkona, sveitin mun hafa verið stofnuð upp…

H.B. kvintettinn [1] (1953-56)

H.B. kvintettinn var hljómsveit sem starfaði á sjötta áratug síðustu aldar en hún var í raun sama sveit og bar nafnið SOS (S.O.S.) en hafði þurft að breyta nafni sínu að beiðni Ríkisútvarpsins. Sveitin var stofnuð 1953 og starfaði til ársins 1956 að minnsta kosti en margt er óljóst í sögu þessarar sveitar. Fyrir liggur…

H.G. sextett [1] (1949-52)

H.G. sextettinn úr Vestmannaeyjum var ein af fyrstu hljómsveitunum sem þar starfaði og þótti reyndar með bestu hljómsveitum landsins þegar hún var og hét. Haraldur Guðmundsson trompet- og banjóleikari var maðurinn á bak við H.G. sextettinn en hann fluttist til Vestmannaeyja haustið 1949 og stofnaði sveitina þar litlu síðar, sveitin hafði mikil áhrif á tónlistarlífið…

H.G. kvartett [3] (2016 / 2022)

Haukur Gröndal saxófónleikari hefur starfrækt djasshljómsveit sem bæði hefur gengið undir nafninu H.G. kvartett og H.G. sextett og hefur það farið eftir fjölda meðlima hverju sinni. Í kvartett-útgáfunni hafa þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari og Erik Qvick trommuleikari skipað sveitina ásamt Hauki en ekki liggur fyrir hverjir hafa verið í sextetts-útgáfu hennar. Sveit…

H.G. kvartett [2] (1974-77)

Hljómsveit sem bar nafnið H.G. kvartett starfaði um nokkurra ára skeið (á árunum 1974 til 77) sem húshljómsveit í Ingólfscafé þar sem hún lék gömlu dansana. Meðlimir H.G. kvartettsins voru þeir Hreiðar Guðjónsson trommuleikari sem var hljómsveitarstjóri og sá sem skammstöfun sveitarinnar vísar til, Þorvaldur Björnsson píanóleikari og Jón Sigurðsson (Jón í bankanum) harmonikkuleikari en…

H.G. sextett [2] (1957-62)

Haraldur Guðmundsson trompetleikari sem áður hafði starfrækt þekkta djass- og danshljómsveit í Vestmannaeyjum undir nafninu H.G. sextett flutti austur á Norðfjörð árið 1955 eftir því sem best verður komist og tók þar fljótlega við Lúðrasveit Neskaupstaðar, stofnaði karlakór og reif upp tónlistarlífið í bænum. Vorið 1957 stofnaði Haraldur hljómsveit sem hlaut nafnið H.G. sextett rétt…

Afmælisbörn 2. ágúst 2023

Í dag koma tvö tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Hlynur Aðils Vilmarsson tónlistarmaður er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi. Hlynur starfaði með ungsveitum á borð við No comment og Strigaskóm nr. 42 hér áður en hann fór í tónsmíðanám en hann hefur unnið til og verið tilnefndur til ýmissa verðlauna…

Afmælisbörn 1. ágúst 2023

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Fyrstan skal nefna sjálfan Steina í Dúmbó, Skagamanninn Sigurstein Harald Hákonarson söngvara en hann er sjötíu og sex ára gamall í dag. Sigursteinn er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt með Dúmbó, lög eins og Glaumbæ og Angelíu þekkja allir en einnig var Sigursteinn í Sönghópnum Sólarmegin…