Afmælisbörn 31. desember 2023

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum síðasta degi ársins: Gísli Þór Gunnarsson trúbador (G.G. Gunn) er sextíu og fimm ára gamall í dag, Gísli er ef til vill ekki meðal þekktustu tónlistarmanna Íslands en eftir hann liggur þó fjöldi útgáfa í formi kassettna. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur líklega…

Afmælisbörn 30. desember 2023

Á þessum næst síðasta degi ársins eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna…

Afmælisbörn 29. desember 2023

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru fjögur talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og níu ára gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2023

Það hefur þótt við hæfi um áramót að minnast þeirra sem féllu frá á árinu en hér má líta lista tónlistarfólks sem lést á árinu 2023 og kom að íslensku tónlistarlífi og -sögu með mismiklum og ólíkum hætti. Ámundi Ámundason (1945-2023) – umboðsmaður og útgefandi. Ámundi var umboðsmaður nokkurra þekktra hljómsveita á sínum tíma og…

Afmælisbörn 28. desember 2023

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um fjölda tónlistartengdra afmælisbarna á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sjötugur í dag og fagnar því stórafmæli. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…

Helena Eyjólfsdóttir (1942-)

Helena Eyjólfsdóttir er ein ástsælasta dægurlagasöngkona þjóðarinnar, sem á að baki langan og farsælan söngferil, og ógrynni laga sem hún hefur sungið hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina. Hún átti stóran þátt í að skapa þá sérstöku Sjallastemmingu sem varð til á Akureyri á sjöunda og áttunda áratugnum þar sem hún söng flest kvöld…

Helena Eyjólfsdóttir – Efni á plötum

Helena Eyjólfsdóttir – Heims um ból / Í Betlehem er barn oss fætt [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 70 Ár: 1954 1. Heims um ból 2. Í Betlehem er barn oss fætt Flytjendur: Helena Eyjólfsdóttir – söngur Páll Ísólfsson – orgel   Helena Eyjólfsdóttir – Helena Eyjólfsdóttir syngur [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM…

Hávarður Tryggvason (1961-)

Hávarður Tryggvason hefur skipað sér meðal fremstu kontrabassaleikara landsins en hann hefur starfað sem leiðandi bassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og starfað með ógrynni strengja- og kammersveita í gegnum tíðina. Hávarður fæddist í Reykjavík árið 1961 og hefur verið viðloðandi tónlist frá barnæsku, hann nam bassaleik fyrst í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og síðan í Tónlistarskólanum…

Hávarður Tryggvason – Efni á plötum

Jónasarlög: Lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar – ýmsir Útgefandi: Mál og menning Útgáfunúmer: MM 005 Ár: 1997 1. Úr Hulduljóðum 2. Heiðlóarvísa 3. Söknuður 4. Óhræsið! 5. Alsnjóa 6. Vorvísa 7. Næturkyrrð 8. Festingin víða, hrein og há 9. Buxur, vesti, brók og skó 10. Á gömlu leiði 1841 11. Sáuð þið…

Heimir Már Pétursson (1961-)

Heimi Má Péturssyni er margt til lista lagt, hann hefur t.a.m. starfað við fjölmiðla, stjórnmál og utanumhald Hinsegin dag en hann hefur einnig fengist við tónlist – bæði sem tónlistarmaður og textahöfundur fyrir aðra. Heimir Már Pétursson er fæddur á Ísafirði árið 1961 og ólst upp þar, í Reykjavík og á Kópaskeri. Hann lauk námi…

Hljómsveit Arthurs Rosebery (1934-35)

Erfitt er að afla upplýsinga um hljómsveit (hljómsveitir) sem starfaði á Hótel Borg árið 1934 og 35 en hún var kennd við breska píanóleikarann Arthur Rosebery sem kom hingað til lands í tvígang og stjórnaði danshljómsveit á Borginni. Hljómsveitir sem léku á Hótel Borg á þeim tíma gengu yfirleitt undir nafninu Borgarbandið, þær voru iðulega…

Hljómsveit Andrésar Þórs Gunnlaugssonar (2010)

Hljómsveit Andrésar Þórs Gunnlaugssonar var skammlíft verkefni gítarleikarans Andrésar Þór Gunnlaugssonar og var um djasstríó að ræða starfandi árið 2010, þetta er ekki sama sveit og hefur borið nafnið Tríó Andrésar Þórs. Meðlimir sveitarinnar voru auk Andrésar Þórs þeir Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari.

Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar (1954-64)

Saxófónleikarinn Andrés Ingólfsson starfrækti hljómsveitir í þrígang á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar og segja má að síðasta sveitin hafi skipað sér meðal vinsælustu hljómsveita landsins, hún gaf þó aldrei út plötu. Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar hin fyrsta starfaði um eins árs skeið 1954 til 55 en engar upplýsingar er að finna um skipan þeirrar…

Heimir Már Pétursson – Efni á plötum

Heimir Már Pétursson – Maður sem þorir… Útgefandi: Ísrún ehf Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Hafið 2. Drottningin vonda 3. Þögnin syngur 4. Kjóstu mig 5. Herra konungur 6. Í morgunsárið 7. Von 8. Koníakstárin 9. Stef 10. Gamalt blóm 11. Dagrenning 12. Vitjun 13. Blóðfljótið 14. Svik 15. Alltaf 16. Hæ þú þarna…

Hljómsveit Ágústs Ármanns [1] (1969)

Tónlistarfrömuðurinn Ágúst Ármann Þorláksson starfrækti hljómsveit á Norðfirði árið 1969, Hljómsveit Ágústs Ármanns en hún lék á dansleik í Egilsbúð í bænum þá um vorið og e.t.v. fleiri slíkum. Auður Harpa Gissurardóttir söng með hljómsveit Ágústs og hann sjálfur lék líklega á hljómborð en upplýsingar um aðra meðlimi vantar og er því hér með óskað…

Hljómsveit Ágústar Péturssonar (1961-63)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Ágústar Péturssonar en um var að ræða hljómsveit sem sérhæfði sig að öllum líkindum í gömlu dönsunum. Sveitin lék á fjölmörgum hestamannaböllum hjá Fáki í skátaheimilinu við Snorrabraut á árunum 1961 til 63 en ekki liggur fyrir hvort hún lék á annars konar dansleikjum. Ágúst M. Pétursson sem sveitin…

Hljómsveit Axels Kristjánssonar (um 1955)

Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar var hljómsveit starfrækt í Reykjavík undir stjórn Axels Kristjánssonar og bar hún nafn hans, Hljómsveit Axels Kristjánssonar. Ekki er alveg ljóst hvenær þessi sveit var nákvæmlega starfandi nema að hún lék í Þórscafé um haustið 1954 en þar var hún fastráðin um skeið, einnig liggur fyrir að hljómsveitin spilaði…

Hljómsveit Axels Einarssonar (1989)

Haustið 1989 lék hljómsveit í Norðursal Hótel Íslands á dansleikjum undir nafninu Hljómsveit Axels Einarssonar. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um þessa sveit nema að hún starfaði undir stjórn Axels Einarssonar, sem var að öllum líkindum gítarleikari hennar. Hér er því hér með óskað eftir frekari upplýsingum um sveitina, aðra meðlimi, hljóðfæraskipan og annað sem…

Afmælisbörn 27. desember 2023

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Óperusöngvarinn Már Magnússon hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést 2018. Már fæddist 1943, nam söng hér á landi hjá Sigurði Demetz, Maríu Markan og Einari Kristjánssyni áður en hann fór til söngnáms í Austurríki þar sem hann bjó og starfaði til ársins 1977. Þá…

Afmælisbörn 26. desember 2023

Á þessum öðrum degi jóla er að finna tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlist: Trausti Júlíusson blaðamaður, plötugrúskari og tónlistargagnrýnandi er sextugur og fagnar því stórafmæli í dag. Trausti hefur fjallað um tónlist frá ýmsum hliðum og setið í ýmsum ráðum og nefndum tengdum íslenskri tónlist s.s. tónlistarsjóði Kraums. Trausti hefur ennfremur leikið með hljómsveitum eins…

Afmælisbörn 25. desember 2023

Eitt afmælisjólabarn er á skrá Glatkistunnar: Óskar Pétursson fagnar sjötugs afmæli sínu á þessum ágæta jóladegi. Óskar er eins og flestir vita einn Álftagerðisbræðra sem hafa sent frá sér ógrynni platna í gegnum tíðina en einnig hefur hann sungið með sönghópnum Galgopum. Sjálfur á Óskar að baki nokkrar sólóplötur sem og dúettaplötur með Erni Árnasyni…

Afmælisbörn 24. desember 2023

Aðfangadagur jóla hefur að geyma fjögur tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann R. Kristjánsson tónlistarmaður frá Egilsstöðum er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Jóhann er ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en plata hans, Er eitthvað að? frá árinu 1982 hefur öðlast költ-sess meðal poppfræðinga og plötusafnara. Á sínum tíma galt platan afhroð gagnrýnenda en hefur nú fengið…

Afmælisbörn 23. desember 2023

Þrír tónlistarmenn eru skráðir afmælisbörn hjá Glatkistunni í dag, Þorláksmessu: Árni Blandon (Einarsson) tónlistarmaður, leikari, húsasmiður, sálfræðingur og bókmenntafræðingur er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Árni ásamt Kristínu Lilliendahl gaf út plötu árið 1975 undir nafninu Söngfuglarnir, sem naut feikilegra vinsælda, einkum lagið Ég skal mála allan heiminn, en áður hafði hann leikið…

Afmælisbörn 22. desember 2023

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit…

Afmælisbörn 21. desember 2023

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru þrjú talsins í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari er sextíu og fimm ára gamall í dag, hann hefur mest tengst djassgeiranum en hefur þó leikið með ýmsum öðrum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Síðan skein sól, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við…

Hálft í hvoru (1981-2002)

Hljómsveitin Hálft í hvoru á sér margslungna og langa sögu en hljómsveitin sem varð til fyrir hálfgerða tilviljun innan félagsskaparins Vísnavina var í upphafi tengd verkalýðsbaráttunni og endurspeglaði tónlist þann heim, þróaðist yfir í það sem meðlimir kölluðu sjálfir vísnapopp en varð síðan að hefðbundnara poppi áður en sveitin varð að ball- og pöbbatónlist, miklar…

Helga Bjarnadóttir (1895-1980)

Helga Bjarnadóttir var ein þeirra söngkvenna sem virtist ætla að ná langt á sínu sviði og var af sumum talin ein mesta vonarstjarna í íslensku tónlistarlífi þess tíma, aðstæður leiddu þó til að smám saman hætti hún öllum söng og hvarf af sjónarsviðinu. Helga Bjarnadóttir Maul fæddist á Húsavík árið 1895 og er gaman að…

Hálft í hvoru – Efni á plötum

Hálft í hvoru – Almannarómur Útgefandi: Menningar- og fræðslusamband alþýðu Útgáfunúmer: MFA 001 Ár: 1982 1. Takið eftir 2. Plógurinn 3. Kona 4. Joe Hill 5. Palli Hall 6. Seinni tíma sálmalag 7. Draumur minn 8. Stund milli stríða 9. Íslendingabragur 10. Kannski 11. Þjóðvindar 12. Verkamaður 13. Einu sinni rérum Flytjendur: Gísli Helgason –…

Hálfur undir sæng – Efni á plötum

Hálfur undir sæng – 5 lög [snælda] Útgefandi: Hálfur undir sæng Útgáfunúmers: [án útgáfunúmers] Ár: 1988 1. Rudolf Hess 2. Spádómar 3. Ragnarök 4. Aðeins horfi 5. Böl sem brennur Flytjendur: Guðni Finnsson – söngur, raddir og bassi Hreinn Stephensen – gítar og söngur Halldór Ágústsson – trommur

Hálfur undir sæng (1987-89)

Rokktríóið Hálfur undir sæng var nokkuð áberandi í norðfirsku tónlistarlífi á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og ól af sér tvo síðar nokkuð þekkta tónlistarmenn en sveitina skipuðu þeir Guðni Finnsson bassaleikari og Hreinn Stephensen gítarleikari sem báðir sungu einnig, og svo Sigurður Kristjánsson trommuleikari en einnig virðist Halldór Ágústsson hafa verið meðlimur sveitarinnar…

Hljómsveit Akureyrar [2] (1929-34)

Hljómsveit Akureyrar var eins konar vísir að stórsveit sem starfaði á Akureyri um nokkurra ára skeið undir stjórn tónskáldsins Karls. O. Runólfssonar. Karl O. Runólfsson kom til Akureyrar árið 1929 og bjó þar og starfaði til 1934 og á þeim tíma stjórnaði hann Hljómsveit Akureyrar, sveitin gæti hins vegar hafa átt sér aðeins lengri sögu…

Hljómsveit Akureyrar [1] (1914-19)

Nokkrar hljómsveitir hafa gengið undir nafninu Hljómsveit Akureyrar og á öðrum áratug tuttugustu aldarinnar voru í rauninni tvær eða þrjár sveitir undir því sama nafni, þeim er hér spyrt saman í eina umfjöllun. Árið 1914 var stofnuð hljómsveit á Akureyri undir þessu nafni og mun hún hafa starfað um tveggja ára skeið – þessi sveit…

Hljómsveit Akraness (1941-48)

Hljómsveit Akraness var um margt merkileg sveit en hún var fyrsta starfandi danshljómsveitin á Skaganum. Hljómsveitin var stofnuð árið 1941 á Akranesi og var í byrjun tríó sem þeir Ingólfur Runólfsson harmonikkuleikari, Eðvarð Friðjónsson harmonikkuleikari og Ásmundur Guðjónsson skipuðu, upphaflega var því um að ræða eins konar harmonikkuhljómsveit sem síðar átti eftir að verða að…

Hljómsveit Adda Ása (2004)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði undir nafninu Hljómsveit Adda Ása haustið 2004 og lék þá að minnsta kosti tvívegis á Rauða ljóninu. Hér er óskað eftir upplýsingum um nöfn meðlima og hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar, hversu lengi sveitin starfaði og annað sem ætti heima í slíkri umfjöllun.

Helga Hauksdóttir (1941-)

Helga Hauksdóttir var þekktur fiðluleikari sem lék í áratugi með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hún var einnig ötul í félagsmálum tónlistarmanna og kom þar víða við sögu. Þá er fiðluleik hennar jafnframt að heyra á fjölmörgum útgefnum plötum. Helga Hauksdóttir fæddist sumarið 1941 og hóf snemma að læra á fiðlu en hún var aðeins níu ára gömul…

Hljómsveit Akureyrar [4] (1998-2000)

Hljómsveit Akureyrar var starfandi í kringum síðustu aldamót og svo virðist sem hún hafi einvörðungu verið starfrækt í kringum jól og áramót, og leikið aðeins á Vínartónleikum á Akureyri ásamt Karlakór Akureyrar-Geysi. Roar Kvam var stjórnandi hljómsveitarinnar sem var á einhverjum tímapunkti fjórtán manna sveit skipuð fjórum fiðlum, flautu, klarinettu, óbó, trompeti, horni, básúnu, sellói,…

Hljómsveit Akureyrar [3] (1951)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1951 á Akureyri undir nafninu Hljómsveit Akureyrar, og var líklega starfrækt undir svipuðum formerkjum og aðrar sveitir undir sama nafni í bænum nokkru fyrr. Stjórnandi þessarar hljómsveitar mun hafa verið Jakob Tryggvason en annað liggur ekki fyrir um hana og er því óskað eftir frekari uppplýsingum.

Afmælisbörn 20. desember 2023

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Hafnfirðingurinn Stefán Hjörleifsson gítarleikari Nýdanskrar er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Stefán hóf sinn tónlistarferil í heimabænum og var í hljómsveitinni Herramönnum ungur að árum. Á menntaskólaárum sínum gaf hann út plötuna Morgundagurinn sem hafði að geyma lög úr stuttmynd en síðan hefur hann…

Afmælisbörn 19. desember 2023

Á þessum degi eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er sextíu og eins árs á þessum degi. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari…

Afmælisbörn 18. desember 2023

Í dag eru tvö nöfn á afmælislista Glatkistunnar Það er Sigurlaug Thorarensen sem einnig gengur undir sólólistanafninu Sillus en hún er þrjátíu og þriggja ára gömul á þessum degi. Hún hefur gefið út tilraunakennt raftónlistarefni og unnið tónlist fyrir sjónvarp en einnig starfað með hljómsveitinni BSÍ á plötu sem og starfað með öðru tónlistarfólki s.s.…

Afmælisbörn 17. desember 2023

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á lista Glatkistunnar í dag: Tónlistarkonan Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir er tuttugu og níu ára gömul á þessum degi. Hún er hljómborðsleikari í hljómsveitinni Kælunni miklu sem sigraði Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013 og hefur einnig gefið út nokkrar breiðskífur, Sólveig hefur einnig sjálf sent frá sér sólóplötur og fjölda smáskífna þrátt…

Afmælisbörn 16. desember 2023

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Tónlistarkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir er þrjátíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Rakel Mjöll vakti fyrst athygli í söngkeppni Samfés og hefur m.a.s. keppt í undankeppni Eurovision en hefur fyrst og fremst verið þekkt sem söngkona s.s. hljómsveita eins og Útidúr og Dream wife sem…

Afmælisbörn 15. desember 2023

Í dag eru skráð fjögur afmælisbörn, þau eru þessi: Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) fagnar stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og síðast…

Sex listamenn og hljómsveitir hljóta Kraumsverðlaunin 2023

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, voru afhent á KEX í kvöld. Apex Anima, Elín Hall, Eva808, Neonme, Spacestation og ex.girls hljóta Kraumsverðlaunin – árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, fyrir plötur sínar. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru veitt. Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Meðal þeirra…

Afmælisbörn 14. desember 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru eftirfarandi: Friðrik S. Kristinsson kórstjórnandi með meiru er sextíu og tveggja ára gamall í dag, hann hefur stýrt kórum eins og Karlakór Reykjavíkur, Snæfellingakórnum, Unglingakór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum en hann er menntaður söngkennari og starfar einnig sem slíkur. Hann hefur sungið sjálfur inn á plötur enda söngmenntaður. Ástvaldur…

Haukur Heiðar Ingólfsson (1942-)

Haukur Heiðar Ingólfsson læknir er líklega einn þekktasti dinner píanóleikari landsins en hann er jafnframt þekktur fyrir samstarf sitt við Ómar Ragnarsson, hann hefur gefið út nokkrar plötur með píanótónlist. Haukur Heiðar Ingólfsson kemur upphaflega að norðan en hann er fæddur (1942) og uppalinn á Akureyri, þar komst hann fyrst í tæri við tónlistina og…

Haukur Hauksson – Efni á plötum

Haukur Hauksson – …hvílík nótt Útgefandi: Tony Útgáfunúmer: Tony-004 Ár: 1987 1. Þúsund sinnum ég 2. Hver veit 3. Á veiðum 4. Um ókomin ár 5. Bak við huluna 6. Andvökupæling 7. Ekki eitt einasta tár 8. Lífið er lúxus 9. Snotra I Flytjendur: Haukur Hauksson – söngur Daníel Þorsteinsson – hljómborð Þröstur Þorbjörnsson –…

Haukur Hauksson (1963-)

Söngvarinn Haukur Hauksson var nokkuð áberandi í íslensku tónlistarlífi um nokkurra ára skeið undir lok níunda áratugar síðustu aldar og nokkuð fram á tíunda áratuginn en hann sendi þá m.a. frá sér sólóplötu og kom við sögu bæði í Eurovision undankeppninni og Landslaginu. Haukur er fæddur 1963 og er bróðir Eiríks Haukssonar söngvara, ekki er…

Haukur Heiðar Ingólfsson – Efni á plötum

Haukur Heiðar Ingólfsson og félagar – Með suðrænum blæ Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 015 / SCD 015 Ár: 1984 / 1991 / 1995 / 2006 1. Augun þín blá 2. Brazil 3. Ástin er söm við sig 4. La golondrina 5. Ást Ítalíanó 6. Ella og Lalli 7. Sway 8. Ástarbréf 9. Green eyes 10.…

Heiðursmenn [2] (1991-2004)

Lítið liggur fyrir um pöbbahljómsveit sem gekk undir nafninu Heiðursmenn en hún starfaði á síðasta áratug liðinnar aldar og fram á þessa öld. Heiðursmenn virðast hafa komið fram á sjónarsviðið snemma árs 1991 en ekkert liggur fyrir um sveitina þá nema að Kolbrún Sveinbjörnsdóttir var söngkona hennar – og var það reyndar alla tíð. Sveitin…