Helena Eyjólfsdóttir (1942-)

Helena Eyjólfsdóttir er ein ástsælasta dægurlagasöngkona þjóðarinnar, sem á að baki langan og farsælan söngferil, og ógrynni laga sem hún hefur sungið hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina. Hún átti stóran þátt í að skapa þá sérstöku Sjallastemmingu sem varð til á Akureyri á sjöunda og áttunda áratugnum þar sem hún söng flest kvöld…

Helena Eyjólfsdóttir – Efni á plötum

Helena Eyjólfsdóttir – Heims um ból / Í Betlehem er barn oss fætt [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 70 Ár: 1954 1. Heims um ból 2. Í Betlehem er barn oss fætt Flytjendur: Helena Eyjólfsdóttir – söngur Páll Ísólfsson – orgel   Helena Eyjólfsdóttir – Helena Eyjólfsdóttir syngur [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM…

Hávarður Tryggvason (1961-)

Hávarður Tryggvason hefur skipað sér meðal fremstu kontrabassaleikara landsins en hann hefur starfað sem leiðandi bassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og starfað með ógrynni strengja- og kammersveita í gegnum tíðina. Hávarður fæddist í Reykjavík árið 1961 og hefur verið viðloðandi tónlist frá barnæsku, hann nam bassaleik fyrst í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og síðan í Tónlistarskólanum…

Hávarður Tryggvason – Efni á plötum

Jónasarlög: Lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar – ýmsir Útgefandi: Mál og menning Útgáfunúmer: MM 005 Ár: 1997 1. Úr Hulduljóðum 2. Heiðlóarvísa 3. Söknuður 4. Óhræsið! 5. Alsnjóa 6. Vorvísa 7. Næturkyrrð 8. Festingin víða, hrein og há 9. Buxur, vesti, brók og skó 10. Á gömlu leiði 1841 11. Sáuð þið…

Heimir Már Pétursson (1962-)

Heimi Má Péturssyni er margt til lista lagt, hann hefur t.a.m. starfað við fjölmiðla, stjórnmál og utanumhald Hinsegin dag en hann hefur einnig fengist við tónlist – bæði sem tónlistarmaður og textahöfundur fyrir aðra. Heimir Már Pétursson er fæddur á Ísafirði vorið 1962 og ólst upp þar, í Reykjavík og á Kópaskeri. Hann lauk námi…

Hljómsveit Arthurs Rosebery (1934-35)

Erfitt er að afla upplýsinga um hljómsveit (hljómsveitir) sem starfaði á Hótel Borg árið 1934 og 35 en hún var kennd við breska píanóleikarann Arthur Rosebery sem kom hingað til lands í tvígang og stjórnaði danshljómsveit á Borginni. Hljómsveitir sem léku á Hótel Borg á þeim tíma gengu yfirleitt undir nafninu Borgarbandið, þær voru iðulega…

Hljómsveit Andrésar Þórs Gunnlaugssonar (2010)

Hljómsveit Andrésar Þórs Gunnlaugssonar var skammlíft verkefni gítarleikarans Andrésar Þór Gunnlaugssonar og var um djasstríó að ræða starfandi árið 2010, þetta er ekki sama sveit og hefur borið nafnið Tríó Andrésar Þórs. Meðlimir sveitarinnar voru auk Andrésar Þórs þeir Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari.

Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar (1954-64)

Saxófónleikarinn Andrés Ingólfsson starfrækti hljómsveitir í þrígang á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar og segja má að síðasta sveitin hafi skipað sér meðal vinsælustu hljómsveita landsins, hún gaf þó aldrei út plötu. Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar hin fyrsta starfaði um eins árs skeið 1954 til 55 en engar upplýsingar er að finna um skipan þeirrar…

Heimir Már Pétursson – Efni á plötum

Heimir Már Pétursson – Maður sem þorir… Útgefandi: Ísrún ehf Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Hafið 2. Drottningin vonda 3. Þögnin syngur 4. Kjóstu mig 5. Herra konungur 6. Í morgunsárið 7. Von 8. Koníakstárin 9. Stef 10. Gamalt blóm 11. Dagrenning 12. Vitjun 13. Blóðfljótið 14. Svik 15. Alltaf 16. Hæ þú þarna…

Hljómsveit Ágústs Ármanns [1] (1969)

Tónlistarfrömuðurinn Ágúst Ármann Þorláksson starfrækti hljómsveit á Norðfirði árið 1969, Hljómsveit Ágústs Ármanns en hún lék á dansleik í Egilsbúð í bænum þá um vorið og e.t.v. fleiri slíkum. Auður Harpa Gissurardóttir söng með hljómsveit Ágústs og hann sjálfur lék líklega á hljómborð en upplýsingar um aðra meðlimi vantar og er því hér með óskað…

Hljómsveit Ágústar Péturssonar (1961-63)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Ágústar Péturssonar en um var að ræða hljómsveit sem sérhæfði sig að öllum líkindum í gömlu dönsunum. Sveitin lék á fjölmörgum hestamannaböllum hjá Fáki í skátaheimilinu við Snorrabraut á árunum 1961 til 63 en ekki liggur fyrir hvort hún lék á annars konar dansleikjum. Ágúst M. Pétursson sem sveitin…

Hljómsveit Axels Kristjánssonar (um 1955)

Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar var hljómsveit starfrækt í Reykjavík undir stjórn Axels Kristjánssonar og bar hún nafn hans, Hljómsveit Axels Kristjánssonar. Ekki er alveg ljóst hvenær þessi sveit var nákvæmlega starfandi nema að hún lék í Þórscafé um haustið 1954 en þar var hún fastráðin um skeið, einnig liggur fyrir að hljómsveitin spilaði…

Hljómsveit Axels Einarssonar (1989)

Haustið 1989 lék hljómsveit í Norðursal Hótel Íslands á dansleikjum undir nafninu Hljómsveit Axels Einarssonar. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um þessa sveit nema að hún starfaði undir stjórn Axels Einarssonar, sem var að öllum líkindum gítarleikari hennar. Hér er því hér með óskað eftir frekari upplýsingum um sveitina, aðra meðlimi, hljóðfæraskipan og annað sem…

Afmælisbörn 27. desember 2023

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Óperusöngvarinn Már Magnússon hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést 2018. Már fæddist 1943, nam söng hér á landi hjá Sigurði Demetz, Maríu Markan og Einari Kristjánssyni áður en hann fór til söngnáms í Austurríki þar sem hann bjó og starfaði til ársins 1977. Þá…