Heinz Edelstein (1902-59)

Nafn dr. Heinz Edelstein er oft nefnt í sömu andrá og Robert Abraham (Róbert A. Ottósson) og Victor Urbancic en þeir þrír áttu það sameiginlegt að flýja gyðingaofsóknir nasista til Íslands á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðar, og rífa hér upp tónlistarlífið hver með sínum hætti. Heinz Edelstein var e.t.v. minnst áberandi þremenninganna en starf hans…

Heimvarnarliðið [2] (1991)

Upplýsingar óskast um tónlistarhóp, líklega söngflokk sem starfaði innan verkamannafélagins Árvakurs á Eskifirði og kom fram á hátíðarhöldum í bænum þann 1. maí 1991 undir nafninu Heimavarnarliðið. Upplýsingar um Heimavarnarliðið má gjarnan senda Glatkistunni.

Heiðursmenn [3] (2020)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 2020, hugsanlega í Grindavík. Hér er óskað eftir helstu upplýsingum s.s. hverjir skipuðu þessa sveit og hver hljóðfæraskipan hennar var, hvenær hún starfaði o.s.frv.

Helfró [2] (1982-83)

Hljómsveitin Helfró starfaði á Akureyri á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, líklega í kringum 1982 og 83. Meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum, á grunnskólaaldri en meðal þeirra voru Karl Örvarsson söngvari (Stuðkompaníið o.fl.), Jósef Friðriksson bassaleikari (Skriðjöklar) og Eggert Benjamínsson trommuleikari (Skriðjöklar o.fl.), og einnig gæti hafa verið gítarleikari að nafni Þorgils [?]…

Helfró [1] (um 1968)

Hljómsveit sem bar hið sérstaka nafn Helfró starfaði á norðvestanverðu landinu undir lok sjöunda áratugar liðinnar aldar, líklega í kringum 1968. Bræðurnir Rúnar gítarleikari og Jóhann bassaleikari Þórissynir voru meðal meðlima sveitarinnar og einnig gæti trommuleikarinn Skúli Einarsson hafa verið einn meðlima hennar, hann var í sveit með þessu nafni á einhverjum tímapunkti. Liðsmenn sveitarinnar…

Haukur Sveinbjarnarson – Efni á plötum

Haukur Sveinbjarnarson – Kveðja Útgefandi: Stöðin og Haukur Sveinbjarnarson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1988 1. Kveðja 2. Ási gamli (Austri) 3. Þú ert mér allt 4. Næsti dans: polki 5. Lítill friður 6. Afturhvarf 7. Eldliljan (Tango Torrid) 8. Létttifi (Marsúrki) 9. Rússskinna 10. Vonaraugun 11. Kveikur: vínarkruss 12. Bjórstofan 13. Margrettan: marsúki 14. Kveðja…

Haukur Sveinbjarnarson (1928-2018)

Haukur Sveinbjarnarson (f. 1928) starfaði með og starfrækti hljómsveitir upp úr miðri síðustu öld og að minnsta kosti framundir 1970, hér má nefna t.a.m. S.O.S. og Stereo en einnig hljómsveit/ir í eigin nafni sem m.a. léku á dansleikjum í Selfossbíói á síðari hluta sjötta áratugarins. Hann lék að öllum líkindum á harmonikku á þessum árum…

Helfró [3] (1982)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Helfró en hún lék á 17. júní tónleikum á Faxatorgi á Sauðárkróki sumarið 1982. Líklega var um unglingahljómsveit að ræða en hér er óskað eftir helstu upplýsingum um hana s.s. meðlimi og hljóðfæraskipan og annað viðeigandi.

Afmælisbörn 13. desember 2023

Í dag eru þrír tónlistarmenn á skrá Glatkistunnar sem eiga afmæli: Lárus Halldór Grímsson tónskáld, hljómsveitastjórnandi og hljómborðs- og flautuleikari er sextíu og níu ára á þessum degi. Hann nam hér heim og í Hollandi, lék með mörgum hljómsveitum hér á árum áður s.s. Sjálfsmorðssveit Megasar, Súld, Með nöktum, Þokkabót, Eik og Deildarbungubræðrum og lék…

Afmælisbörn 12. desember 2023

Glatkistan hefur á skrá sinni í dag fjögur tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari er fimmtíu og sex ára gamall í dag, hann nam söng hér heima og á Ítalíu, hefur starfað m.a. í Íslensku óperunni, með Frostrósum og Mótettukórnum og haldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis. Jóhann Friðgeir hefur gefið út nokkrar sólóplötur…

Afmælisbörn 11. desember 2023

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Annars vegar er það Guðlaugur Kristinn Óttarsson tónlistarmaður en hann er sextíu og níu ára gamall. Hann hefur leikið sem gítarleikari í fjölmörgum en misþekktum hljómsveitum eins og Steinblómi, Lótusi, INRI, Kukli, Elgar sisters, Sextett, Current 93, Galdrakörlum og Þey en síðast talda sveitin er kannski sú…

Afmælisbörn 10. desember 2023

Nokkur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Einar Hólm Ólafsson söngvari og trymbill (1945-2023) átti afmæli á þessum degi en hann lést fyrr á þessu ári. Einar söng inn á eina litla plötu 1973 en hann var trommuleikari í mörgum hljómsveitum hér áður s.s. Pónik, Stuðlatríóinu, Næturgölum og Hljómsveit Ólafs Gauks svo einhverjar séu…

Afmælisbörn 9. desember 2023

Tónlistartengdu afmælisbörn dagsins eru fjögur talsins að þessu sinni: Björgvin Franz Gíslason leikari er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Björgvin Franz var barnastjarna og vakti fyrst athygli fyrir söng sinn í Óla prik syrpu sem naut vinsælda fyrir margt löngu en hefur síðan aðallega verið tengdur leikhús- og barnatónlist, t.d. Benedikt búálfi, Stundinni…

Afmælisbörn 8. desember 2023

Á þessum degi eru afmælisbörn Glatkistunnar fimm talsins: Guðni (Þórarinn) Finnsson bassaleikari Ensímis er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Auk þess að vera bassaleikari í Ensími hefur Guðni leikið með hljómsveitum eins og Áhöfninni á Húna II, Bikarmeisturunum, Dr. Spock, Rass, Pondus, Hispurslausa kvartettnum og mörgum fleirum. Guðni hefur meira að segja farið…

Afmælisbörn 7. desember 2023

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru sex í þetta skipti: Már Elíson trommuleikari er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Már hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, þeirra þekktust er Upplyfting en einnig má nefna sveitir eins og Trix, Víkingasveitina, Andrá, Pondus, Midas, Kusk, Jeremías, Galdakarla, Danssveitina, Axlabandið og Granada tres tríó svo aðeins…

Haukur Morthens (1924-92)

Haukur Morthens er einn þeirra sem segja má að sé á heiðursstalli íslenskra tónlistarmanna en hann er margt í senn, einn farsælasti og vinsælasti dægurlagasöngvari Íslands fyrr og síðar, sá fyrsti sem gerði dægurlagasöng að atvinnu og um leið fyrstur slíkra til að reyna fyrir sér á erlendum vettvangi, hann var jafnframt lagahöfundur, hljómsveitarstjóri, skrifaði…

Haukur Morthens – Efni á plötum

Haukur Morthens – Hvar ertu? / Ó borg, mín borg [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 209 Ár: 1954 1. Hvar ertu? 2. Ó borg, mín borg Flytjendur: Haukur Morthens – söngur Tríó Eyþórs Þorlákssonar; – Eyþór Þorláksson – gítar – Jón Sigurðsson – bassi – Guðjón Pálsson – píanó Haukur Morthens – Ástin ljúfa / Lítið lag [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn…

Haukur Þorvaldsson (1943-)

Haukur Þorvaldsson hefur starfrækt hljómsveitir í eigin nafni í gegnum tíðina og auk þess leikið með fjölda sveita á austanverðu landinu sem hljómborðs- og harmonikkuleikari. Haukur Helgi Þorvaldsson er fæddur (1943) og uppalinn á Eskifirði, þar starfrækti hann Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar m.a. ásamt bróður sínum Ellert Borgari, sem starfaði líklega í nokkur ár á sjötta…

Haukur Þorsteinsson (1932-93)

Haukur Þorsteinsson var það sem kalla mætti félagsmálatröll en hann stóð framarlega í öllu félagslífi Sauðkrækinga um árabil, hann var t.a.m. öflugur liðsmaður leikfélagsins á Króknum og starfrækti hljómsveitir um árabil. Haukur var fæddur (snemma árs 1932) og uppalinn á Sauðárkróki þar sem hann hóf að leika fremur ungur á harmonikku en nikkan og saxófónninn…

Haukur Guðlaugsson – Efni á plötum

Gunnar Kvaran og Haukur Guðlaugsson – J.S. Bach Útgefandi: Japis Útgáfunúmer: JAP94202 Ár: 1994 1. Svíta í G-dúr; Prélude / Allemande / Courante / Sarabande / Menuet I & II / Gigue 2. Slá þú hjartans hörpustrengi / Ave Maria / Arioso / Komm, süsser Tod 6. Air 3. Svíta í d-moll; Prélude / Allemande…

Haukur Guðlaugsson (1931-2024)

Haukur Guðlaugsson vann mikið starf í þágu íslensks tónlistarlífs, sem hljóðfæraleikari, tónlistarkennari og kórstjórnandi en einnig sem söngmálastjóri þjóðkirkjunnar en þeirri stöðu gegndi hann í ríflega aldarfjórðung. Það var ekki fyrr en á seinni árum sem hann gaf sér tóm til að senda frá sér plötur með orgelleik sínum. Haukur fæddist á Eyrarbakka vorið 1931…

Haukur Daníelsson – Efni á plötum

Haukur Daníelsson – Uppsalaminning: Haukur Daníelsson leikur á harmóníku Útgefandi: Sigurjón Samúelsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Haukur Daníelsson – harmonikka

Haukur Daníelsson (1932-2000)

Harmonikkuleikarinn Haukur (Sigurður) Daníelsson fæddist í Súðavík sumarið 1932 en ólst upp á Ísafirði frá tveggja ára aldri. Hann mun hafa verið um sex ára aldur þegar hann byrjaði að leika á harmonikku en hann spilaði jafnan eftir eyranu og naut lítillar sem engar tónlistarkennslu. Hann hóf að leika á dansleikjum fremur ungur að árum…

Kjarabót [1] – Efni á plötum

Heimavarnarliðið – Eitt verð ég að segja þér Útgefandi: Miðnefnd S.H.A. Útgáfunúmer: 2 VR 21230 Ár: 1979 1. Söngsveitin Kjarabót – Þegar hjálpin er næst 2. Stjórnarbót 3. Margrét Örnólfsdóttir og söngsveitin Kjarabót – Vögguvísa herámsins 4. Eiríkur Ellertsson og Kjarabót – Ísland úr NATO 5. Karl J. Sighvatsson – Hugleiðing 6. Þorvaldur Örn Árnason…

Háskólabíó [tónlistartengdur staður] (1961-)

Háskólabíó er þrátt fyrir nafngiftina jafn tengt tónleikahaldi og kvikmyndasýningum, þegar þetta er ritað hafa reyndar bíósýningar lagst af í húsinu en tónleikar og annað skemmtana- og ráðstefnuhalds verða tengd húsnæðinu áfram. Hugmyndir um kvikmyndahús í eigu Háskóla Íslands voru lengi á teikniborðinu áður en þær komust til framkvæmda og t.d. stóð til um tíma…

Kuml [1] (1995-98)

Pönksveitin Kuml starfaði um nokkurra ára skeið undir lok síðustu aldar, nokkur lög komu út með sveitinni á safnplötu nokkru eftir að hún hætti störfum. Kuml var stofnuð á fyrstu mánuðum ársins 1995 og kom líklega fram í fyrsta sinn þá um vorið opinberlega en spilaði töluvert mikið á tónleikum næstu þrjú árin og var…

Helena fagra (1986-89)

Hljómsveit starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar undir nafninu Helena fagra, á árunum 1986 til 1989 nánar tiltekið. Helena fagra lék víða á Akureyri, í Eyjafirðinum og nærsveitum á þessum árum og var um tíma eins konar húshljómsveit á Hótel KEA og lék einnig mikið í Sjallanum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir…

Heklutríóið (um 1990)

Innan Kiwanis-klúbbsins Heklu í Reykjavík var um skeið starfandi hljómsveit sem gekk undir nafninu Heklutríóið en var einnig stundum nefnt Heklubandið. Meðlimir sveitarinnar voru Ólafur G. Karlsson harmonikkuleikari, Karl Lilliendahl gítarleikari og Ragnar Páll Einarsson hljómborðsleikari en einnig söng söngkonan Hjördís Geirsdóttir alloft með sveitinni. Heklutríóið lék fyrir dansi á dansleikjum og öðrum samkomum innan…

Hásar hænur (2000)

Svo virðist sem hljómsveit hafi verið starfandi í Vestmannaeyjum haustið 2000 undir nafninu Hásar hænur en sveit með því nafni skemmti í einkasamkvæmi í Eyjum. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hans og hvernig hljóðfæraskipan hennar var háttað, hversu lengi hún starfaði eða hvort hún hafi jafnvel verið sett saman fyrir…

Kuml [2] (1995-97)

Hljómsveit starfaði undir nafninu Kuml einhvers staðar á Austfjörðum veturinn 1995 til 1996, og hugsanlega fram til ársins 1997. Meðlimir sveitarinnar voru þau Ari Einarsson gítarleikari, Bragi Þorsteinsson trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Margrét L. Þórarinsdóttir söngkona og Stefán Víðisson bassaleikari. Heimildir um þessa sveit eru afar takmarkaðar og því er óskað eftir frekari upplýsingum um…

Afmælisbörn 6. desember 2023

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fimmtíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra tónlistarhátíðarinnar…

Afmælisbörn 5. desember 2023

Þá er komið að afmælisbörnum Glatkistunnar en að þessu sinni eru fimm slík á skrá: Lýður Árnason læknir og tónlistarmaður frá Flateyri á sextíu og eins árs afmæli í dag. Lýður hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, verið í hljómsveitum á borð við Kartöflumúsunum, Vítamíni, Grjóthruni í Hólahreppi og Göglum svo fáeinar séu nefndar.…

Afmælisbörn 4. desember 2023

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar eftirfarandi: Ágúst Fannar Ásgeirsson hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu er þrjátíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Jakobínarína vann sér meðal annars til frægðar á sínum tíma að vinna Músíktilraunir (2005) en eftir að sveitin hætti árið 2009 hefur lítið spurst til Ágústs. Hann hefur þó starfað með hljómsveitinni Kosijama. Sigurður…

Afmælisbörn 3. desember 2023

Afmælisbörn dagsins eru sex á þessum degi: Pétur Östlund trommuleikari á stórafmæli en hann er áttræður í dag, hann lék með mörgum af þekktustu sveitum bítlatímabilsins og eru Hljómar og Óðmenn þeirra þekktastar en einnig með sveitum eins og Hljómsveit Finns Eydal, Hljómsveit Gunnars Ormslev, Musica prima og Útlendingahersveitinni. Hann var síðar kunnari fyrir djasstrommuleik…

Afmælisbörn 2. desember 2023

Á þessum degi koma tvö afmælisbörn við sögu á Glatkistuvefnum: Tónlistarmaðurinn Toggi (Þorgrímur Haraldsson) er fjörutíu og fjögurra ára í dag, hann hefur gefið út tvær sólóplötur en er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa samið lagið Þú komst við hjartað í mér sem bæðir hljómsveitin Hjaltalín og söngvarinn Páll Óskar hafa gert sígilt. Ragnar Sólberg…

Glatkistan hlýtur heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar – Lítinn fugl

Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, fullveldisdaginn 1. desember með margvíslegum hætti en í tónlistarhúsinu Hörpu hafa Samtónn og hagsmunasamtök í íslenskri tónlist staðið fyrir hátíðardagskrá undanfarin ár þar sem veittar eru viðurkenningar til þeirra sem þykja hafa lagt á vogarskálar íslenskrar tónlistar. Slík dagskrá fór fram í morgun þar sem slíkar viðurkenningar…

Kraumstilnefningar 2023 opinberaðar

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, verða afhent í sextánda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Dómnefnd verðlaunanna hefur nú valið þær plötur er hljóta tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár, og skipa þar með Kraumslistann 2023. Það sem einkennir tilnefningarnar í ár er gríðarmikil fjölbreytni – þar sem sú gróska sem…

Afmælisbörn 1. desember 2023

Í dag er Dagur íslenskrar tónlistar og um leið fullveldisdagurinn, og afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Bakkgerðingurinn (Guðmundur) Magni Ásgeirsson söngvari Á móti sól er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi, Magni hefur einnig sungið með hljómsveitum eins og Shape, gefið út sólóplötur og sungið í undankeppnum Eurovision svo eitthvað sé nefnt, Magni hlaut…