Helga Ingólfsdóttir (1942-2009)

Helga Ingólfsdóttir var brautryðjandi með ýmsum hætti þegar kemur að flutningi barrokk tónlistar hér á landi, hún var t.a.m. fyrstur Íslendinga til að nema semballeik og átti stóran þátt í að koma tónlistarhátíðinni Sumartónleikar í Skálholti á koppinn en þar hefur barrokk tónlistinni verið gert hátt undir höfði alla tíð. Helga var jafnframt fyrst Íslendinga…

Hljómsveit André Bachmann – Efni á plötum

André Bachmann – Til þín Útgefandi: André Bachmann Útgáfunúmer: ABS 001 Ár: 1989 1. Til þín (eiginkona) 2. Einhversstaðar 3. Sólarmegin götunnar 4. Amor 5. Komdu (með mér út í kvöld) 6. Bjór á næstu krá 7. Ein á dag 8. Bessame mucho (kysstu mig mikið) 9. Meira 10. Jörðin okkar Flytjendur: André Bachmann –…

Hljómsveit André Bachmann (1984-91)

Það sem kallað hefur verið Hljómsveit André Bachmann er í raun nokkrar og misstórar hljómsveitir, tríó og dúettar undir stjórn André, margt er reyndar óljóst í sögu þeirra og mega lesendur gjarnan fylla upp í þær eyður eftir því sem þurfa þykir. Fyrstu heimildir um sveit undir þessu nafni eru frá árinu 1984 en þá…

Hljómsveit Björns Gunnarssonar (1962-63)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Björns Gunnarssonar en sveitin starfaði á árunum 1962-63, hugsanlega einvörðungu um þann vetur. Þessi hljómsveit lék oftsinnis í Breiðfirðingabúð og var skipuð ungum meðlimum, hljómsveitarstjórinn Björn Gunnarsson var líklega trommuleikari en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu sveitina. Nokkrir söngvarar og söngkonur sungu með henni meðan hún starfaði og…

Hljómsveit bókagerðarmanna (1997)

Fjölmargir tónlistarmenn á árum áður voru lærðir prentarar en þegar Félag bókagerðarmanna hélt upp á 100 ára afmæli sitt vorið 1997 hafði þeim tónlistarmönnum fækkað mjög innan stéttarinnar. Bókagerðarmenn voru þó ekki í neinum vandræðum með að manna stóra hljómsveit þegar afmælisfögnuðurinn fór fram í Borgarleikhúsinu. Það var píanóleikarinn Magnús Ingimarsson sem annaðist hljómsveitarstjórn og…

Hljómsveit Borgarness (1945-52)

Um sjö ára skeið eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari starfaði hljómsveit í Borgarnesi sem ýmist gekk undir nafninu Hljómsveit Borgarness eða Danshljómsveit Borgarness en hún var að öllum líkindum fyrsta starfandi hljómsveitin í bænum. Sveitin var stofnuð haustið 1945 og var tríó í byrjun, það voru þeir Sigurður Már Pétursson píanóleikari, Þorsteinn Helgason harmonikkuleikari og Reynir…

Hljómsveit Björns R. Einarssonar – Efni á plötum

Björn R. Einarsson – Christopher Columbus / Summertime [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 1 Ár: 1948 1. Christopher Columbus 2. Summertime Flytjendur: Björn R. Einarsson – söngur Hljómsveit Björns R. Einarssonar: – Björn R. Einarsson – básúna – [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Brynjólfur Jóhannesson – Áramótasyrpan / Domino [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 11 Ár: 1952 1.…

Hljómsveit Björns R. Einarssonar (1945-64)

Hljómsveit Björns R. Einarssonar á sér langa og merkilega sögu, varla er hægt að tala um hana sem eina hljómsveit þar sem mannabreytingar voru miklar í henni alla tíð auk þess sem fjöldi meðlima var mjög misjafn, allt frá því að vera kvartett og upp í þrettán manns. Töluvert er til varðveitt af upptökum með…

Helgi í Morðingjunum (2007-08)

Lítið liggur fyrir um pönktríóið Helga í Morðingjunum en það var stofnað sumarið 2007 og starfaði í einhvern tíma eftir það, hversu lengi er ekki vitað. Nafn sveitarinnar, Helgi í Morðingjunum vísar til trommuleikara hljómsveitarinnar Morðingjanna – Helga Péturs Hannessonar en að öðru leyti er ekki nein tenging við þá sveit. Sveitin hitaði upp fyrir…

Helgi K. Hjálmsson (1929-2020)

Helgi K. Hjálmsson viðskiptafræðingur var öllu þekktari fyrir önnur störf sín heldur en þau sem sneru að tónlist en þáttur hans í útgáfu tónlistar á Íslandi er þó nokkur. Helgi Konráð Hjálmsson fæddist í Vestmannaeyjum árið 1929, hann fluttist upp á meginlandið árið 1934 eftir að faðir hans lést en móðir hans var Sigríður Helgadóttir…

Helgi Eyjólfsson (1925-2008)

Helgi Eyjólfsson var vel þekktur harmonikkuleikari sem bjó og starfaði mest alla sína tíð á Borgarfirði eystri og nágrenni. Helgi fæddist árið 1925 að Bjargi í Borgarfirði eystri og komst í tæri við tónlistargyðjuna strax á unga aldri en hann var að mestu sjálfmenntaður í tónlist, hans aðal hljóðfæri var harmonikkan en hann hafði þó…

Helgi E. Kristjánsson (1946-2016)

Tónlistarmaðurinn Helgi E. Kristjánsson var einn þeirra sem kom að flestum hliðum tónlistarmarkaðarins, hann var fyrst og fremst hljóðfæraleikari en fékkst við laga- og textasmíðar, útsetningar, upptökur, útgáfu, tónlistarkennslu, skólastjórnun, kórstjórnun og hvaðeina sem snýr að tónlistarflutningi. Helgi var vel þekktur meðal tónlistarfólks en líklega minna þekktur meðal almennings þrátt fyrir að leika með fjölda…

Helga Ingólfsdóttir – Efni á plötum

Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir – Sumartónleikar í Skálholtskirkju / Summer concert in Skálholt Church Útgefandi: Sumartónleikar í Skálholtskirkju Útgáfunúmer: STSK-001 Ár: 1979 1. Sónata e-moll: op.1, nr.1 2. Stúlkan og vindurinn 3. Sumarmál 4. Sónata e-moll: BWV 1034 Flytjendur: Manuela Wiesler – flauta Helga Ingólfsdóttir – sembal Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler – Bach í Skálholti Útgefandi: Sumartónleikar í Skálholtskirkju…

Afmælisbörn 31. janúar 2024

Á þessum degi koma fjölmörg afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent og blaðamann á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd, nú síðast bók um feril Bubba Morthens. Árni er sextíu og sjö ára gamall…

Afmælisbörn 30. janúar 2024

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á…

Afmælisbörn 29. janúar 2024

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Trommuleikarinn Ólafur Kolbeins Júlíusson fagnar í dag sextíu og sjö ára afmælisdegi sínum en hann var þekktur trommuleikari einkum á áttunda áratugnum þar sem hann lék með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Paradís, Eik, Deildarbungubræðrum og Steinblómi en einnig minna þekktum sveitum eins…

Afmælisbörn 28. janúar 2024

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar í dag: Söngkonan Telma Ágústsdóttir er fjörutíu og sjö ára gömul á þessum degi. Telma varð landsfræg á einu kvöldi þegar hún söng Eurovision framlag Íslendinga Tell me! ásamt Einari Ágústi Víðissyni árið 2000, hún var þá söngkona hljómsveitarinnar Spur en áður hafði hún sungið með hljómsveitinni…

Afmælisbörn 27. janúar 2024

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Elmar Gilbertsson tenórsöngvari er fjörutíu og sex ára gamall á þessum degi. Hann er einn af fremstu söngvurum landsins og nam söng í Hollandi en hann hefur starfað þar og víðar í Evrópu. Elmar er líkast til hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í óperunni Ragnheiði en…

Afmælisbörn 26. janúar 2024

Sex afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Ingibjörg Lárusdóttir söngkona, lögfræðingur, flugfreyja og trompetleikari er fimmtíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún leikur reyndar á ýmis önnur hljóðfæri og hefur gefið út jólaplötu ásamt systrum sínum (Þórunni og Dísellu) en þær eru dætur Lárusar Sveinssonar trompetleikara. Siggi Guðfinns eða Sigurður Kristinn Guðfinnsson…

Afmælisbörn 25. janúar 2024

Átta afmælisbörn koma við sögu á þessum merkisdegi: Ingólfur Steinsson tónlistarmaður frá Seyðisfirði er sjötíu og þriggja ára gamall í dag, Ingólfur gerði garðinn frægan með Þokkabót á sínum tíma en hefur einnig leikið með sveitum eins og Lubbum, Stemmu, Krás, The Icelandic duo og Bræðrabandinu auk þess að hafa gefið út sólóplötur. Sveinbjörn Grétarsson…

Heimir og Jónas (1964-70)

Tvíeykið Heimir og Jónas varð töluvert vinsælt um miðbik sjöunda áratugarins, þeir störfuðu þó í raun ekki saman nema um þriggja ára skeið, tvær plötur komu svo út með þeim félögum eftir að þeir hættu störfum. Dúettinn varð til í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1964 þar sem þeir Heimir Sindrason og Jónas Tómasson voru við…

Heitar lummur (2005)

Sönghópurinn Heitar lummur starfaði árið 2005 en hópurinn innihélt fjóra unga söngvara sem höfðu verið meðal þátttakenda í sjónvarpsþáttunum Idol – stjörnuleit á Stöð 2 sem hafði þá verið haldin frá 2003. Söngvararnir fjórir höfðu fallið úr keppni fremur snemma í keppnunum utan Karl Bjarni Guðmundsson (Kalli Bjarni) sem hafði borið sigur úr býtum í…

Heimir og Jónas – Efni á plötum

Heimir og Jónas – Fyrir sunnan Fríkirkjuna Útgefandi: Fálkinn / Steinar Útgáfunúmer: KALP 33 / KACD 33 Ár: 1969 / 1992 1. Bréfið hennar Stínu 2. Einbúinn 3. Litla kvæðið um litlu hjónin 4. Namm namm 5. Laxfoss 6. Móðir mín í kví kví 7. Við Vatnsmýrina 8. Hótel jörð 9. Fyrir átta árum 10.…

Heitar lummur – Efni á plötum

Heitar lummur – Heitar lummur Útgefandi: Sena Útgáfunúmer: SCD 337 Ár: 2005 1. Disco frisco 2. Gaggó Vest 3. Ég er á leiðinni 4. Vertu ekki að plata mig 5. Dagar og nætur 6. Draumaprinsinn 7. Harðsnúna Hanna 8. Riddari götunnar 9. Í útvarpinu heyrði ég lag 10. Ég lifi í voninni 11. Seinna meir…

Hljómsveit Bjarna Þórðarsonar (1931-32 / 1940)

Hljómsveitir voru tvívegis starfræktar í nafni Bjarna Þórðarsonar píanóleikara en Bjarni þessi var þekktastur fyrir að vera undirleikari hins vinsæla MA-kvartetts. Fyrri sveit Bjarna var sett á laggirnar haustið 1931 til að flytja tónlistina undir söng leikara í revíunni/óperettunni Lagleg stúlka gefins sem var jólasýning Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó. Hljómsveit þessi var átta manna en…

Hljómsveit Bjarna Sigurðssonar (1966)

Bjarni Sigurðsson frá Geysi mun hafa starfrækt hljómsveit sumarið 1966 en það sumar lék sveitin á dansleik tengdum vormóti sjálfstæðismanna í Félagsgarði í Kjós. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit Bjarna en hann átti síðar eftir að starfrækja hljómsveitirnar Tríó ´72 og Miðnæturmenn.

Hljómsveit Bjarna Hafberg (1946)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit Bjarna Hafberg (Hafbergs) úr Reykjavík sem mun hafa leikið á dansleik á Blönduósi sumarið 1946 en engar upplýsingar aðrar er að finna um þessa sveit, um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan eða tilurð almennt, reyndar er engar upplýsingar að finna um Bjarna Hafberg. Þau sem hafa einhverjar upplýsingar um þessa…

Hljómsveit Bjarna Guðmundssonar (1958)

Lítið er vitað um Hljómsveit Bjarna Guðmundssonar sem lék á dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði í febrúar árið 1958. Þó liggur fyrir að Bjarni Guðmundsson er sá hinn sami og kallaði sig Barrelhouse Blackie og kom fram á þessum árum í gervi þeldökks manns og söng þekkt rokklög, Bjarni söng síðar þessa sama ár (1958)…

Hljómsveit Bjarna Friðleifssonar (1939-44)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um Hljómsveit Bjarna Friðleifssonar en hún var starfrækt í samfélagi Vestur-Íslendinga í Vancouver í Kanada. Sveitin var starfandi að minnsta kosti á árunum 1939-44 og lék þá á samkomum Íslendinga á svæðinu en engar upplýsingar eru í heimildum hverjir skipuðu þessa sveit, hversu stór hún var eða hversu…

Hljómsveit Björgvins Guðmundssonar (1963-64)

Afar takmarkar heimildir er að finna um Hljómsveit Björgvins Guðmundssonar en hún var líkast til starfandi í Keflavík því hún lék á dansleikjum þar árin 1963 og 64. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Björgvin og hljómsveit hans, s.s. hverjir skipuðu sveitina auk hans og hver hljóðfæraskipan hennar var, ennfremur er óskað eftir upplýsingum um…

Helga Sigþórsdóttir (1943-)

Söngkonan Helga Sigþórsdóttir var töluvert áberandi í íslensku tónlistarsenunni á sjöunda og framan af áttunda áratug liðinnar aldar, hún söng þó aldrei inn á útgefnar plötur. Helga Sigþórsdóttir er fædd (1943) og uppalin á Einarsnesi í Borgarfirði og stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti þar sem hún mun hafa sungið með skólahljómsveitinni í upphafi sjöunda…

Helga Jóhanna Úlfarsdóttir (1976-)

Helga Jóhanna Úlfarsdóttir (f. 1976) söng á árunum 1995 til 98 með hljómsveit sem bar nafnið Gloss en sveitin vakti nokkra athygli og sendi m.a. frá sér efni til útvarpsspilunar. Eitt lag kom árið 1997 út í nafni Helgu sjálfrar á safnplötunni Lagasafnið 6, líklegt hlýtur að teljast að hljómsveit hennar hafi verið með henni…

Afmælisbörn 24. janúar 2024

Í dag eru tvö afmælisbörn skráð hjá Glatkistunni: Reynir Gunnarsson saxófónleikari úr Dúmbó og Steina frá Akranesi er sjötíu og sex ára gamall á þessum degi. Reynir kom auðvitað við sögu á plötum Dúmbós en hefur lítið fengist opinberlega við tónlist allra síðustu árin, saxófónleik hans má þó heyra í söngleiknum Hunangsflugur og villikettir sem…

Ný smáskífa frá The Sweet Parade

Hljómsveitin The Sweet Parade hefur nú sent frá sér smáskífuna In the Rearview en hún er af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar, þetta er níunda smáskífan sem The Sweet parade gefur út en hún er aðgengileg á Spotify eins og fyrri skífur sveitarinnar, sú fyrsta kom út árið 2022 en In the Rearview er sú fyrsta á…

Afmælisbörn 23. janúar 2024

Þessi dagur er fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir, ein dáðasta dægurlagasöngkona landsins er áttatíu og tveggja ára gömul í dag. Helena gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Hún söng jafnframt inn á fjölmargar plötur á söngferli…

Afmælisbörn 22. janúar 2024

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) hefði átt afmæli í dag en hún lést 2022, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í dag. Söngferill hennar…

Afmælisbörn 21. janúar 2024

Á þessum degi koma sex afmælisbörn við sögu: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum. Svavar Knútur hefur verið í forsvari fyrir…

Afmælisbörn 20. janúar 2024

Fimm afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari er sextíu og níu ára gamall á þessum degi en hann hefur leikið með ýmsum og ólíkum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV…

Afmælisbörn 19. janúar 2024

Í dag eru fimm afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru,…

Afmælisbörn 18. janúar 2024

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er sextíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í…

Heimavarnarliðið [1] (1979-82)

Heimavarnarliðið var ekki eiginleg hljómsveit heldur eins konar tónlistarhópur sem kom að tveimur plötum sem komu út í kringum 1980, hópurinn var ekki nema að litlu leyti skipaður sama fólkinu á plötunum tveimur en laut tónlistarstjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar á þeim báðum. Upphaf Heimavarnarliðsins má líklega rekja til baráttufundar í Háskólabíói þann 31. mars 1979…

Heimir Sindrason (1941-)

Tannlæknirinn og tónlistarmaðurinn Heimir Sindrason varð landsþekktur á menntaskólaárum sínum fyrir vísna- og þjóðlagasöng og hljóðfæraslátt ásamt félaga sínum Jónasi Tómassyni en sneri sér svo að öðrum málum, hann birtist svo á nýjan leik í tónlistinni mörgum árum síðar með sólóefni. Heimir fæddist á aðfangadag árið 1944 í Reykjavík og hefur búið og starfað á…

Heimavarnarliðið [1] – Efni á plötum

Heimavarnarliðið – Eitt verð ég að segja þér Útgefandi: Miðnefnd S.H.A. Útgáfunúmer: 2 VR 21230 Ár: 1979 1. Söngsveitin Kjarabót – Þegar hjálpin er næst 2. Stjórnarbót 3. Margrét Örnólfsdóttir og söngsveitin Kjarabót – Vögguvísa herámsins 4. Eiríkur Ellertsson og Kjarabót – Ísland úr NATO 5. Karl J. Sighvatsson – Hugleiðing 6. Þorvaldur Örn Árnason – Eiður vor…

Hljómsveit Birgis Ottóssonar (1987)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit Birgis Ottóssonar en hún virðist hafa verið fremur skammlíf sveit sem starfaði vorið 1987. Hugsanlega var þessi sveit í samstarfi við Sigríði Hannesdóttur leikkonu en þau komu fram á samkomum hjá sjálfstæðisflokknum um það leyti. Hér er því óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana auk…

Hljómsveit Birgis Marinóssonar (1961-98)

Hljómsveit Birgis Marinóssonar á Akureyri var í raun þrjár eða fjórar hljómsveitir starfræktar á mismunandi tímum með mismunandi mannskap, sú fyrsta starfaði á sjöunda áratugnum og segja má að hann hafi starfrækt hljómsveit á hverjum áratug fram að aldamótum með góðum hléum þess á milli. Fyrsta hljómsveit Birgis starfaði á árunum 1961 til 64 en…

Hljómsveit Birgis Arasonar (1987-90 / 2009-17)

Eyfirðingurinn Birgir Arason hefur tvívegis starfrækt hljómsveitir í eigin nafni á Akureyri og nágrenni en hann hefur jafnframt starfað með fjölmörgum öðrum sveitum á svæðinu. Hljómsveit Birgis Arasonar (hin fyrri) var stofnuð sumarið 1987 og starfaði hún um þriggja ára skeið eða þar til Bandamenn voru stofnaðir upp úr henni árið 1990. Meðlimir hljómsveitar Birgis…

Hljómsveit Billy Cook (1937)

Hljómsveit Billy Cook var sett saman til að leika danstónlist (djass) á Hótel Borg haustið 1937 en umræddur Billy Cook var Breti sem ráðinn var gagngert til verkefnisins síðsumars og stjórnaði hljómsveitinni í nokkrar vikur. Á þessum árum hafði verið hefð fyrir að breskir tónlistarmenn léku fyrir dansi á Borginni en sveitir þessar voru oft…

Heimir Sindrason – Efni á plötum

Heimir og Jónas – Fyrir sunnan Fríkirkjuna Útgefandi: Fálkinn / Steinar Útgáfunúmer: KALP 33 / KACD 33 Ár: 1969 / 1992 1. Bréfið hennar Stínu 2. Einbúinn 3. Litla kvæðið um litlu hjónin 4. Namm namm 5. Laxfoss 6. Móðir mín í kví kví 7. Við Vatnsmýrina 8. Hótel jörð 9. Fyrir átta árum 10. Húsin í bænum…

Hljómsveit Bjarka Árnasonar (1949-53)

Litlar upplýsingar er að finna um Hljómsveit Bjarka Árnasonar á Siglufirði sem starfaði á árunum 1949 til 53 hið minnsta en Bjarki þessi var öflugur í ballspilamennsku alla sína ævi og mun hafa leikið á um tvö þúsund dansleikjum ýmist einn eða í félagi við aðra, líklega þó mest með hljómsveitinni Miðaldamönnum. Á einhverjum tímapunkti…

Hljómsveit Birgis Sævarssonar (2013)

Hljómsveit Birgis Sævarssonar mun hafa verið starfandi árið 2013 en hún lék þá um haustið á dansleik á Hvammstanga. Engar frekari heimildir er að finna um þessa sveit og er því óskað eftir frekari upplýsingum um hana, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem ætti heima í umfjöllun um sveitina.