Helga Ingólfsdóttir (1942-2009)

Helga Ingólfsdóttir var brautryðjandi með ýmsum hætti þegar kemur að flutningi barrokk tónlistar hér á landi, hún var t.a.m. fyrstur Íslendinga til að nema semballeik og átti stóran þátt í að koma tónlistarhátíðinni Sumartónleikar í Skálholti á koppinn en þar hefur barrokk tónlistinni verið gert hátt undir höfði alla tíð. Helga var jafnframt fyrst Íslendinga…

Hljómsveit André Bachmann – Efni á plötum

André Bachmann – Til þín Útgefandi: André Bachmann Útgáfunúmer: ABS 001 Ár: 1989 1. Til þín (eiginkona) 2. Einhversstaðar 3. Sólarmegin götunnar 4. Amor 5. Komdu (með mér út í kvöld) 6. Bjór á næstu krá 7. Ein á dag 8. Bessame mucho (kysstu mig mikið) 9. Meira 10. Jörðin okkar Flytjendur: André Bachmann –…

Hljómsveit André Bachmann (1984-91)

Það sem kallað hefur verið Hljómsveit André Bachmann er í raun nokkrar og misstórar hljómsveitir, tríó og dúettar undir stjórn André, margt er reyndar óljóst í sögu þeirra og mega lesendur gjarnan fylla upp í þær eyður eftir því sem þurfa þykir. Fyrstu heimildir um sveit undir þessu nafni eru frá árinu 1984 en þá…

Hljómsveit Björns Gunnarssonar (1962-63)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Björns Gunnarssonar en sveitin starfaði á árunum 1962-63, hugsanlega einvörðungu um þann vetur. Þessi hljómsveit lék oftsinnis í Breiðfirðingabúð og var skipuð ungum meðlimum, hljómsveitarstjórinn Björn Gunnarsson var líklega trommuleikari en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu sveitina. Nokkrir söngvarar og söngkonur sungu með henni meðan hún starfaði og…

Hljómsveit bókagerðarmanna (1997)

Fjölmargir tónlistarmenn á árum áður voru lærðir prentarar en þegar Félag bókagerðarmanna hélt upp á 100 ára afmæli sitt vorið 1997 hafði þeim tónlistarmönnum fækkað mjög innan stéttarinnar. Bókagerðarmenn voru þó ekki í neinum vandræðum með að manna stóra hljómsveit þegar afmælisfögnuðurinn fór fram í Borgarleikhúsinu. Það var píanóleikarinn Magnús Ingimarsson sem annaðist hljómsveitarstjórn og…

Hljómsveit Borgarness (1945-52)

Um sjö ára skeið eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari starfaði hljómsveit í Borgarnesi sem ýmist gekk undir nafninu Hljómsveit Borgarness eða Danshljómsveit Borgarness en hún var að öllum líkindum fyrsta starfandi hljómsveitin í bænum. Sveitin var stofnuð haustið 1945 og var tríó í byrjun, það voru þeir Sigurður Már Pétursson píanóleikari, Þorsteinn Helgason harmonikkuleikari og Reynir…

Hljómsveit Björns R. Einarssonar – Efni á plötum

Björn R. Einarsson – Christopher Columbus / Summertime [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 1 Ár: 1948 1. Christopher Columbus 2. Summertime Flytjendur: Björn R. Einarsson – söngur Hljómsveit Björns R. Einarssonar: – Björn R. Einarsson – básúna – [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Brynjólfur Jóhannesson – Áramótasyrpan / Domino [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 11 Ár: 1952 1.…

Hljómsveit Björns R. Einarssonar (1945-64)

Hljómsveit Björns R. Einarssonar á sér langa og merkilega sögu, varla er hægt að tala um hana sem eina hljómsveit þar sem mannabreytingar voru miklar í henni alla tíð auk þess sem fjöldi meðlima var mjög misjafn, allt frá því að vera kvartett og upp í þrettán manns. Töluvert er til varðveitt af upptökum með…

Helgi í Morðingjunum (2007-08)

Lítið liggur fyrir um pönktríóið Helga í Morðingjunum en það var stofnað sumarið 2007 og starfaði í einhvern tíma eftir það, hversu lengi er ekki vitað. Nafn sveitarinnar, Helgi í Morðingjunum vísar til trommuleikara hljómsveitarinnar Morðingjanna – Helga Péturs Hannessonar en að öðru leyti er ekki nein tenging við þá sveit. Sveitin hitaði upp fyrir…

Helgi K. Hjálmsson (1929-2020)

Helgi K. Hjálmsson viðskiptafræðingur var öllu þekktari fyrir önnur störf sín heldur en þau sem sneru að tónlist en þáttur hans í útgáfu tónlistar á Íslandi er þó nokkur. Helgi Konráð Hjálmsson fæddist í Vestmannaeyjum árið 1929, hann fluttist upp á meginlandið árið 1934 eftir að faðir hans lést en móðir hans var Sigríður Helgadóttir…

Helgi Eyjólfsson (1925-2008)

Helgi Eyjólfsson var vel þekktur harmonikkuleikari sem bjó og starfaði mest alla sína tíð á Borgarfirði eystri og nágrenni. Helgi fæddist árið 1925 að Bjargi í Borgarfirði eystri og komst í tæri við tónlistargyðjuna strax á unga aldri en hann var að mestu sjálfmenntaður í tónlist, hans aðal hljóðfæri var harmonikkan en hann hafði þó…

Helgi E. Kristjánsson (1946-2016)

Tónlistarmaðurinn Helgi E. Kristjánsson var einn þeirra sem kom að flestum hliðum tónlistarmarkaðarins, hann var fyrst og fremst hljóðfæraleikari en fékkst við laga- og textasmíðar, útsetningar, upptökur, útgáfu, tónlistarkennslu, skólastjórnun, kórstjórnun og hvaðeina sem snýr að tónlistarflutningi. Helgi var vel þekktur meðal tónlistarfólks en líklega minna þekktur meðal almennings þrátt fyrir að leika með fjölda…

Helga Ingólfsdóttir – Efni á plötum

Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir – Sumartónleikar í Skálholtskirkju / Summer concert in Skálholt Church Útgefandi: Sumartónleikar í Skálholtskirkju Útgáfunúmer: STSK-001 Ár: 1979 1. Sónata e-moll: op.1, nr.1 2. Stúlkan og vindurinn 3. Sumarmál 4. Sónata e-moll: BWV 1034 Flytjendur: Manuela Wiesler – flauta Helga Ingólfsdóttir – sembal Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler – Bach í Skálholti Útgefandi: Sumartónleikar í Skálholtskirkju…

Afmælisbörn 31. janúar 2024

Á þessum degi koma fjölmörg afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent og blaðamann á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd, nú síðast bók um feril Bubba Morthens. Árni er sextíu og sjö ára gamall…