Helgi og hljóðfæraleikararnir (1987-)

Eyfirska pönksveitin Helgi og hljóðfæraleikararnir eiga sér langa og merkilega sögu, og útgáfusögu reyndar einnig. Margt er á huldu um sögu þessarar neðanjarðarsveitar því heimildir um hana liggja á víð og dreif um lendur alnetsins og því erfitt að pússla saman einhvers konar heildarmynd af henni og einkum þegar kemur að mannskap sem komið hefur…

Helgi og hljóðfæraleikararnir – Efni á plötum

Helgi og hljóðfæraleikararnir – Landnám [snælda] Útgefandi: Helgi og hljóðfæraleikararnir / Helgi og hljóðfæraleikararnir Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] / BAB01 Ár: 1991 & 2000 / 2022 1. Inngangur (Andante) 2. Sögumaður (Ópus-5) 3. Knörrinn klýfur öldurnar (Allegrettó) 4. Róið (Andante) 5. Ísland (Grave) 6. Sögumaður II (Ópus.5.) 7. Blót (Elgringo) 8. Veisla (Algoholo) 9. Papar (L-dur)…

Helga Jóhannsdóttir – Efni á plötum

Heyrði ég í hamrinum: kveðandi og þjóðlegur fróðleikur kvenna úr Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu í segulbandasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum – ýmsir Útgefandi: Snjáfallasetur og Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2009 1. Heyrði ég í hamrinum 2. Dagsins runnu djásnin góð (úr Númarímum) 3. Í vindinn halda vestur för (úr Andrarímum)…

Helga Jóhannsdóttir (1935-2006)

Helga Jóhannsdóttir tónlistarfræðingur var framarlega í söfnun þjóðlegs efnis en fleiri hundruð klukkustundir af slíku efni liggur eftir hana á segulböndum, hún á því stóran þátt í varðveislu þjóðlaga, gamalla sálma og annars eldra tónlistarefnis. Helga Jóhannsdóttir fæddist í árslok 1935 í Reykjavík en bjó um tíma sem barn í Svíþjóð þar sem hún kynntist…

Helgi Steingrímsson (1943-2020)

Helgi Steingrímsson var töluvert þekktur á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, framan af sem hljómsveitarstjóri og gítarleikari ballhljómsveita en síðar einnig sem umboðsmaður. Helgi var fæddur í Reykjavík sumarið 1943 en ólst að miklu leyti upp á Brú í Hrútafirði þar sem foreldrar hans störfuðu sem póst- og símstöðvarstjórar. Það var einmitt þar sem…

Helgi Pétursson [2] (1962-)

Tónlistarmaðurinn Helgi Pétursson var töluvert áberandi í tónlistarsenunni á tíunda áratug liðinnar aldar en hann vakti þá athygli sem organisti, hljómborðsleikari nýbylgjusveita og tónskáld. Helgi Sigurgeir Pétursson (f. 1962) er fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann lærði á orgel og síðan einnig á píanó hjá Steingrími Sigfússyni og Sigríði Schiöth á Húsavík en fór svo…

Helium (2004-05)

Upplýsingar óskast um unglingahljómsveit sem starfaði að öllum líkindum í Kópavogi veturinn 2004 til 05 (og hugsanlega lengur) undir nafninu Helium. Svo virðist sem Bjarki Þór Logason og Viktor Böðvarsson hafi verið meðlimir sveitarinnar en ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri þeir léku, einnig vantar upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan auk starfstíma hennar.

Hell meat (1993)

Rokksveitin Hell meat var meðal hljómsveita sem komu fram á tónleikum í Faxaskála sumarið 1993 sem þar voru haldnir á vegum óháðu listahátíðarinnar Ólétt ´93. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar hljómsveitar eða hljóðfæraskipan hennar og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum sem og öðru sem viðkemur sveitinni.

Helmut (1984-85)

Veturinn 1984-85 (á að giska) var starfrækt hljómsveit hugsanlega í Kópavogi sem bar heitið Helmut. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir Ari Einarsson gítarleikari, Skarphéðinn Þór Hjartarson hljómborðsleikari, Sigurður Halldórsson bassaleikari og Birgir Baldursson trommuleikari. Sveitin gæti hafa starfað innan Menntaskólans í Kópavogi en hún lék m.a. í hæfileikakeppni sem haldin var á skemmtistaðnum Safari um…

Hello Norbert! (2004-07)

Hljómsveitin Hello Norbert! var nokkuð áberandi í indírokksenunni snemma á nýrri öld. Sveitin var líklega stofnuð árið 2004 í Breiðholti og var farin að koma fram á tónleikum þá um haustið, m.a. á Frostrokk tónleikunum svokölluðu. Vorið eftir (2005) var Hello Norbert! meðal þátttökusveita í Músíktilraunum, komst upp úr undanúrslitunum sem haldin voru í Tjarnarbíói…

Hellix (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem einhvern tímann var starfrækt á Siglufirði undir nafninu Hellix. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit aðrar en að um var að ræða unglingasveit sem starfaði einhvern tímann eftir 1980, hvenær nákvæmlega liggur ekki fyrir. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma hennar og…

Helvík (1999)

Finnsk-íslenski dúettinn Helvík starfaði um nokkurra ára skeið undir lok 20. aldar en kom þó ekki fram opinberlega fyrr en haustið 1999 þegar hann lék á tónleikum í Kaffileikhúsinu en í umfjöllun um tónleikana var tónlist Helvíkur skilgreind sem teknódjass. Meðlimir dúettsins voru þeir Kristján Eldjárn gítarleikari og Samuli Kosminen slagverksleikari en þeir höfðu kynnst…

Afmælisbörn 7. febrúar 2024

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins en öll eru þau látin: Gylfi Þ. Gíslason tónskáld og stjórnmálamaður (1917-2004) hefði átt þennan afmælisdag en hann samdi sönglög sem mörg hafa komið út á plötum. Hann samdi m.a. lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar sem margir þekkja, t.d. Hanna litla, Ég leitaði blárra blóma, og Lestin brunar. Þorvaldur Steingrímsson…