Helgi Pétursson [1] (1949-)

Helgi Pétursson, jafnan kenndur við Ríó tríó hefur komið víða við sögu og er þjóðþekktur í dag fyrir baráttu sína fyrir bættum kjörum aldraðra en áður starfaði hann lengi sem fjölmiðlamaður, hann var um tíma einnig í stjórnmálum en var þó kunnastur fyrir tónlistarferil sinn, sem söngvari og bassaleikari Ríó tríósins, hann hefur jafnframt sent…

Helgi Pétursson [1] – Efni á plötum

Helgi Pétursson – Þú ert Útgefandi: Ýmir Útgáfunúmer: Ýmir 009 Ár: 1979 1. Kinn við kinn 2. Þú ert 3. Ég skil þig 4. Með kærri þökk 5. Skessan mín 6. Sólarlag 7. Dans, dans 8. Þú vilt ei mig 9. Tólf daga á sjó 10. Að morgni. Flytjendur: Helgi Pétursson – söngur og raddir…

Helga Jónsdóttir – Efni á plötum

Opið bréf – ýmsir Útgefandi: Blaða og bókaútgáfan Útgáfunúmer: SH 181 Ár: 1981 1. Á vegi breiðum 2. 17. ágúst 3. Jesús 4. Göngumaðurinn 5. Sú undranáð 6. Kom þú barnið mitt 7. Heimferðin 8. Opið bréf 9. Niður við ströndina 10. Reynslutími 11. Dagur þinn kemur senn 12. Bæn Flytjendur: Arnór Hermannsson – söngur…

Helga Jónsdóttir (1955-)

Tónlistarkonan Helga Jónsdóttir í Vestmannaeyjum hefur komið víða við í tónlistinni, stjórnað kórum, sungið í kórum og inn á plötur auk þess að semja lög og texta svo dæmi séu nefnd. Hún hefur verið áberandi í þeim geira tónlistarinnar sem flokkast undir trúartónlist. Helga Jónsdóttir er fædd (1955) og uppalin í Vestmannaeyjum og kynntist tónlist…

Helvíti (2003)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um svartmálmssveit sem bar nafnið Helvíti og starfaði árið 2003. Engar tiltækar upplýsingar er að finna um þessa sveit annað en nafnið á henni, og því er óskað eftir gögnum um hana sem vinna mætti texta eftir – s.s. nöfn meðlima hennar og hljóðfæraskipan, hversu lengi hún starfaði og hvar, auk…

Herdís Matthíasdóttir (1886-1918)

Herdís Matthíasdóttir var þekkt snemma á 20. öld en hún var með allra fyrstu konum hérlendis til að læra söng og píanóleik, rétt eins og systir hennar Elín Matthíasdóttir Laxdal. Þær systur hlutu þau örlög að falla fyrir spænsku veikinni haustið 1918 með fárra daga millibili. Herdís var fædd 1886 en þær systur voru dætur…

Hemra (2000-01)

Hljómsveitin Hemra (sem hét líklega áður Hentai) starfaði á Akranesi á árunum 2000 og 2001 að minnsta kosti, hugsanlega lengur en hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í hljómsveitakeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 2000, en sveitin sigraði einmitt þá keppni með einhvers konar afbrigði af metalrokki. Hemra var síðan snemma vors 2001 meðal…

Herbertstrasse (1992)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Herbertstrasse starfaði haustið 1992 og lék töluvert mikið á skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu og reyndar víðar um land. Meðlimir sveitarinnar voru gamalreyndir tónlistarmenni, þeir Herbert Guðmundsson söngvari (sem sveitin er kennd við), Sigurður Hannesson trommuleikari, Sigurður Ingi Ásgeirsson bassaleikari og Einar Vilberg söngvari og gítarleikari. Ein heimild greinir frá að sveitin…

Hentai (1999)

Hljómsveitin Hentai á Akranesi sigraði tónlistarkeppni NFFA í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 1999 en það var árleg tónlistarkeppni í skólanum og bar þarna yfirskriftina Millenium. Meðlimir Hentai voru þeir Davíð Rósinkrans Hauksson bassaleikari, Márus Hjörtur Jónsson gítarleikari, Sverrir Aðalsteinn Jónsson trommuleikari og Freyr Rögnvaldsson söngvari. Hentai virðist ekki hafa starfað lengi undir þessu nafni…

Henning Kondrup (1919-91)

Henning Kondrup var hálf íslenskur tenórsöngvari sem oft söng einsöng á tónleikum með kórum á Akureyri. Henning hét fullu nafni Henning Friðrik Kondrup og fæddist árið 1919 í Danmörku en hann átti íslenska móður og danskan föður, hann flutti með fjölskyldu sinni til Akureyrar barn að aldri og bjó þar síðan alla tíð þar sem…

Hendrix (1968-70)

Unglingahljómsveit sem bar nafnið Hendrix starfaði á Siglufirði að öllum líkindum á árunum 1968-70 og hefur væntanlega leikið einhvers konar blúsrokk. Þessi sveit var hugsanlega stofnuð haustið 1968 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Þórhallur Benediktsson gítarleikari, Viðar Jóhannsson bassaleikari og Óttar Bjarnason trommuleikari. Leó R. Ólason orgelleikari bættist fljótlega í hópinn og síðan…

Herecy (2003-04)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem líkast til lék rokk í harðari kantinum, og starfaði á Akureyri á árunum 2003 og 04 undir nafninu Herecy – sveitin gæti hafa starfað lengur en það. Hugsanlega starfaði Herecy innan Menntaskólans á Akureyri, alltént spilaði sveitin á tónleikum innan skólans en einnig víðar um landið s.s. á…

Afmælisbörn 14. febrúar 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Jón Ingi Valdimarsson bassaleikari Greifanna frá Húsavík er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Jón Ingi hefur verið í Greifunum frá upphafi en sveitin gekk fyrst undir Special treatment nafninu. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari fagnar stórafmæli í dag en hann er fertugur. Víkingur nam í Bandaríkjunum og…