Helga Þórarinsdóttir (1955-)

Helga Þórarinsdóttir er líklega einn allra þekktasti lágfiðluleikari landsins, hún var lengi vel leiðari lágfiðluleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands og lék jafnframt með flestum þekktustu kammersveitum landsins auk þess að leika inn á fjölda útgefinna platna bæði í klassíska geiranum og léttpoppinu. Slys varð til að binda endi á spilaferil hennar en hún sneri aftur og…

Helga Þórarinsdóttir – Efni á plötum

Sinfóníuhljómsveit Íslands – Kjartan Ólafsson: Lambda Útgefandi: Erki tónlist Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2007 1. Viola concerto 2. Sólófónía 3. Sónetta 4. Reflex Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Íslands – leikur undir stjórn Bernharðs Wilkinsson Helga Þórarinsdóttir – einleikur á lágfiðlu Sinfóníuhljómsveit Íslands – leikur undir stjórn Esa Heikkilä Sinfóníuhljómsveit Íslands – leikur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar…

Helga Steffensen – Efni á plötum

Brúðubíllinn – Brúðubíllinn Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 005 Ár: 1983 1. Kynning 2. Lilli og litirnir, söngleikur; Lilli rólar / Gúmmístígvélin taka lagið / Amma og drekarnir 3. Refurinn og ungarnir, leikrit með söngvum: Ungasöngur 4. Langamma syngur um Ingeborg frænku: danskt lag 5. Lilli og félagar 6. Ungasöngur 7. Galdrakerlingin: breskt þjóðlag 8. Á sjó: Gústi, Lubbi,…

Helga Steffensen (1934-)

Helga Steffensen er sjálfsagt þekktust fyrir framlag sitt til barnamenningar en hún hélt utan um starfsemi Brúðubílsins um árabil og fór víða um land með hann til að skemmta yngsta fólkinu ásamt Sigríði Hannesdóttur, Lilla apa, Gústa, Ömmu og fleirum, auk þess að halda utan um Stundina okkur í Ríkissjónvarpinu um skeið. Helga Steffensen (fædd…

Hljómsveit Braga Hlíðberg (1946-56 / 1993-96)

Þegar talað er um hljómsveit Braga Hlíðberg er í raun um nokkrar sveitir að ræða – þar af ein sem starfaði í þrjú til fjögur ár, hinar sveitirnar höfðu mun skemmri líftíma. Bragi Hlíðberg harmonikkuleikari starfrækti árið 1946 hljómsveit sem var auðsýnilega skammlíf því hún virðist aðeins hafa leikið um skamma hríð um sumarið fyrir…

Hljómsveit Braga Einarssonar (1956-63)

Saxófón- og klarinettuleikarinn Bragi Einarsson starfrækti um nokkurra ára skeið hljómsveit í eigin nafni sem virðist þó ekki hafa starfað alveg samfleytt, og hugsanlega var hún misjafnlega mönnuð eftir tilefninu og hverjir væru tiltækir hverju sinni. Sveit Braga virðist fyrst leika á dansleik í Félagsgarði í Kjós ásamt Leiksystrum (söngdúett) en á næstum árum er…

Hljómsveit Braga Árnasonar (1986-93)

Lítið liggur fyrir um Hljómsveit Braga Árnasonar en Bragi þessi var trommuleikari (einn Bjarkarlandsbræðra frá Vestur-Eyjafjallahreppi) og lék með fjölmörgum sunnlenskum hljómsveitum á sínum tíma. Bragi Árnason starfrækti hljómsveit í eigin nafni að minnsta kosti á árunum 1986 til 93 en sú sveit lék á þorrablótum, árshátíðum og annars konar tónlistarsamkomum í Rangárvallasýslu og sjálfsagt…

Hljómsveit Eddu Levy (1969-70)

Upplýsinga er óskað um hljómsveit sem bar nafnið Hljómsveit Eddu Levy en sú sem þar er vísað til er söngkona sveitarinnar Edda Stefanía Levy. Sveitin lék í fáein skipti veturinn 1969 til 70 á skemmtistöðum borgarinnar eins og Þórscafe og Glaumbæ en ekkert liggur fyrir um hverjir skipuðu þessa hljómsveit með söngkonunni.

Hljómsveit Eddu Erlendsdóttur (1994)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Eddu Erlendsdóttur sem lék í móttöku sem sendiherra Íslands í Frakklandi hélt sumarið 1994. Edda Erlendsdóttir píanóleikari var þá búsett í París og virðist hún hafa starfrækt hljómsveit þar og hugsanlega með íslenskum meðspiluðum, þó gæti þessi sveit allt eins hafa verið sett saman sérstaklega fyrir þessa uppákomu –…

Hljómsveit Björgvins Halldórssonar (1982-83 / 1992-)

Björgvin Halldórsson hefur starfrækt fjölmargar þekktar hljómsveitir í gegnum tíðina en fæstar þeirra hafa verið í hans eigin nafni, í raun mætti segja að um nokkrar sveitir sé að ræða en hér eru þær settar fram sem tvær – annars vegar Hljómsveit Björgvins Halldórssonar sem stofnuð var utan um fræga tónleikaferð til Sovétríkjanna haustið 1982…

Hermann Guðmundsson (1916-89)

Hermann Guðmundsson telst vera einn af fyrstu dægurlagasöngvurum þjóðarinnar þótt ekki hafi nafn hans farið hátt í tónlistarsögunni, hann söng reyndar bæði dægurlög og klassík. Hermann Guðmundsson var fæddur á Patreksfirði 1916 en fluttisti með fjölskyldu sinni tveggja ára gamall suður til Hafnarfjarðar þar sem hann ólst upp en bjó síðar í Reykjavík. Hann þótti…

Hermína Sigurgeirsdóttir (1904-99)

Nafn Hermínu Sigurgeirsdóttur hefur ekki farið hátt en hún var virtur píanókennari sem starfaði lengi við Tónlistarskólann í Reykjavík, hún var einn af fyrstu menntuðu píanóleikurum hér á landi. Hermína Sigurgeirsdóttir var fædd í Bárðardalnum vorið 1904, hún var dóttir Sigurgeirs Jónssonar organista og kórstjóra sem segja má að hafi verið einn af hornsteinum akureysks…

Afmælisbörn 21. febrúar 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Magnús Kjartan Eyjólfsson fagnar fjörutíu og eins árs afmæli sínu á þessum degi en hann er líklega þekktastur sem brekkusöngvari og trúbador, Magnús Kjartan hefur einnig verið söngvari og gítarleikari Stuðlabandsins og starfað með hljómsveitum eins og Oxford, Moðhaus, Lokbrá, Kántrýsveitinni Klaufum og fleiri sveitum. Arnþór…