Afmælisbörn 31. maí 2024

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en…

Afmælisbörn 30. maí 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari á stórafmæli en hann er áttræður í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar…

Hjörtur Blöndal (1950-)

Hjörtur Blöndal hefur ekki verið áberandi í íslensku tónlistarsenunni um margra áratuga skeið en hann var nokkuð þekktur tónlistarmaður um og upp úr 1970 og svo sem upptökumaður og útgefandi fáeinum árum síðar. Hann flutti erlendis og er í dag líklega sá Íslendingur sem hefur gefið út flestar plötur en plötutitlar hans (breiðskífur og smáskífur)…

Hjörtur Blöndal – Efni á plötum

Hjörtur Blöndal – Sweet love / Woman [ep] Útgefandi: HB stúdíó Útgáfunúmer: HB 004 Ár: 1974 1. Sweet love 2. Woman Flytjendur: Hjörtur Blöndal – gítarar, söngur, mini moog og píanó Ólafur Sigurðsson – trommur Ágúst Birgisson – bassi     Hjörtur Blöndal – Kalli króna / Tröllasaga [ep] Útgefandi: Aðall s.f. Útgáfunúmer: A2.001 Ár:…

Hjörtur Geirsson – Efni á plötum

Hjörtur Geirsson – So true indeed [snælda] Útgefandi: Hjörtur Geirsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1984 1. Little girl 2. My name ain‘t Johnny 3. Don‘t complex me 4. Baby squeeze me 5. How can you be so untrue to me 6. Love‘s confessed 7. Ég er fæddur rokkari 8. Lazy on the bar 9. Summer‘s…

Hjörtur Geirsson (1957-)

Tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson hefur komið víða við í tónlistarsköpun sinni, bæði með hljómsveitum og sem trúbador en sem slíkur hefur hann gefið út nokkrar plötur og kassettur í gegnum tíðina. Hjörtur er fæddur vorið 1957, á sínum yngri árum starfaði hann með hljómsveitinni Berlín þar sem hann lék á bassa en eftir það var hann…

Hljómsveit Friðriks Kristjánssonar (1960)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem kölluð var Hljómsveit Friðriks Kristjánssonar en hún lék við vígslu félagsheimilsins á Tjörnesi sumarið 1960. Í heimild segir að hljómsveitina skipi Friðrik Kristjánsson og synir hans, hugsanlegt er hér um misskilning að ræða og að hér sé átt við Friðrik Jónsson á Halldórsstöðum í Reykjadal sem oft lék á dansleikjum…

Hljómsveit Friðriks Jónssonar (1962)

Hljómsveit Friðriks Jónssonar lék fyrir dansi á héraðsmóti sem haldið var í Ásbyrgi síðsumars 1962. Ekki er ólíklegt að hér sé um að ræða Friðrik Jónsson á Halldórsstöðum í Reykjadal og að með honum hafi verið synir hans, Sigurður og Páll en þeir léku mikið á dansleikjum í sýslunni á sjöunda áratugnum undir nafninu Halldórsstaðatríóið.…

Hljómsveit Friðriks Theodórssonar (1977-2001)

Friðrik Theodórsson básúnuleikari starfrækti fjölmargar hljómsveitir í eigin nafni af ýmsum stærðum og af ýmsum toga, flestar voru þær þó djasstengdar. Elstu heimildir um hljómsveitir Friðriks eru þó af sveit/um sem léku á jólaböllum fyrir börn og þar hefur varla verið um djasshljómsveitir að ræða, þannig eru heimildir um slíkar sveitir frá 1977 og 79…

Hljómsveit Friðriks Óskarssonar (1962-63)

Skólaárið 1962 til 63 var hljómsveit starfrækt innan Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja sem gekk undir nafninu Hljómsveit Friðriks Óskarssonar. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hljómsveitarstjórinn Friðrik Ingi Óskarsson rak síðar skipaafgreiðslu í Vestmannaeyjum en ekki liggja fyrir upplýsingar um á hvaða hljóðfæri hann lék eða aðrir liðsmenn sveitarinnar. Gunnar Finnbogason og Atli Ágústsson…

Hljómsveit Gunnars Bjarnasonar [1] (um 1950)

Ekki liggja fyrir neinar nákvæmar upplýsingar um Hljómsveit Gunnars Bjarnasonar sem starfaði á Ísafirði í kringum 1950, sveitin gekk stundum undir nafninu Miller-bandið hjá gárungunum sem kom til vegna misskilnings erlends trommuleikara sem hér starfaði – Gunnar hljómsveitarstjóri var iðulega kenndur við „Mylluna“ en hús hans gekk undir því nafni, trommuleikarinn hélt hins vegar að…

Hljómsveit Gunnars Bernburg (1967)

Hljómsveit Gunnars Bernburgs starfaði haustið 1967 og var þá húshljómsveit í Leikhúskjallaranum um nokkurra vikna skeið frá því í september og líklega fram í nóvember. Sveitin var skipuð tónlistarmönnum sem þá höfðu vakið nokkra athygli með öðrum hljómsveitum en meðlimir hennar voru þeir Gunnar Bernburg bassa- og orgelleikari, Þórir Baldursson söngvari, Eggert Kristinsson trommuleikari og…

Hljómsveit Garðars Olgeirssonar (1968 / 1997 / 2006)

Harmonikkuleikarinn Garðar Olgeirsson starfrækti a.m.k. þrívegis hljómsveitir í eigin nafni sem allar voru sérhæfðar gömludansahljómsveitir. Haustið 1968 lék sveit í hans nafni í Breiðfirðingabúð í nokkur skipti, og löngu síðar – 1997 og 2006 var hann með sams konar sveitir sem léku á dansleikjum innan harmonikkusamfélagsins. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi…

Hljómsveit Gunnars Bjarnasonar [2] (1952-53)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Gunnars Bjarnasonar sem lék a.m.k. tvívegis í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði árin og 1952 og 52, nokkrar líkur eru á að sveitin hafi einmitt verið úr Hafnarfirði. Ekkert er vitað um þessa hljómsveit en fáeinum árum fyrr hafði Gunnar Bjarnason trommuleikari á Ísafirði starfrækt hljómsveit sem lék gömlu dansana á…

Afmælisbörn 29. maí 2024

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari og eftirherma er þrjátíu og fimm ára gamall í dag. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni…

Afmælisbörn 28. maí 2024

Fjögur afmælisbörn er að finna í gagnagrunni Glatkistunnar í dag: Helgi Pétursson jafnan kenndur við Ríó tríó er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Hann hefur sungið og leikið á kontrabassa með Ríó tríói allt síðan 1965 en hefur einnig fengist við annars konar tónlistartengd verkefni s.s. með Grasösnum sem og á plötum annarra…

Afmælisbörn 27. maí 2024

Þrjú afmælisbörn koma við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var Gunnar…

Afmælisbörn 26. maí 2024

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er níutíu og fjögurra ára á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék…

Afmælisbörn 25. maí 2024

Fimm afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Kristjana Stefánsdóttir söngkona frá Selfossi er fimmtíu og sex ára gömul á þessum degi. Kristjana sem nam söng hér heima og síðar í Hollandi, hefur gefið út nokkrar plötur með djasssöng sínum, ýmis ein eða í félagi við aðra, en hún söng á árum áður með…

Afmælisbörn 24. maí 2024

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins í dag hjá Glatkistunni: Kristján Jóhannsson tenórsöngvari á sjötíu og sex ára afmæli á þessum degi. Kristján hóf sinn söngferil fyrir norðan, nam söng fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík og á Ítalíu, þar sem hann starfaði um árabil en er nú fyrir nokkru fluttur heim til Íslands. Um…

Afmælisbörn 23. maí 2024

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Kári Þormar (Kárason) kórstjórnandi og organisti er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Kári sem í dag er stjórnandi Dómkórsins og organisti kirkjunnar, hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði til að mynda við Áskirkju, Fríkirkjuna og víðar. Kári nam orgel- og píanóleik hér heima,…

Hjördís Geirsdóttir (1944-)

Söngkonan Hjördís Geirsdóttir á að baki langan tónlistarferil, feril sem spannar á sjöunda tug ára og hún er enn að syngja. Hjördís á jafnframt að baki tvær útgefnar sólóplötur og eina safnplötu, og hefur einnig sungið inn á fáeinar aðrar plötur með öðrum listamönnum. Hjördís Jóna Geirsdóttir er fædd um það leyti sem lýðveldið Ísland…

Hjördís Geirsdóttir – Efni á plötum

Hjördís Geirsdóttir – Paradís á jörð Útgefandi: Styrktar- og menningarsjóður KK Útgáfunúmer: KKLP 001 / KKCD 001 Ár: 1990 1. Tökum lífinu léttar 2. Í vor 3. Dönsum í nótt (cha cha) 4. Mama 5. Eitt lítið ævintýr 6. Fyrir utan gluggann 7. Komdu heim 8. Paradís á jörð 9. Þótt líði ein stund 10.…

Hljómsveit Árna Elfar – Efni á plötum

Skaup ’73 – ýmsir Útgefandi: Tal og tónar Útgáfunúmer: TT 1099 Ár: 1973 1. Fía dansar gógó 2. 22 ræningjar 3. Hvílík undur að sjá 4. Vor í dal 5. Ápres Toi Flytjendur: Guðrún Á. Símonar – söngur Hrafn Pálsson – söngur og bassi Karl Einarsson – eftirhermur Árni Elfar – slagharpa Björn R. Einarsson – básúna Guðmundur R. Einarsson – trommur Helgi Kristjánsson…

Hljómsveit Árna Elfar (1958-64 / 1981-85)

Píanistinn og myndlistarmaðurinn Árni Elfar starfrækti nokkrar hljómsveitir á starfsævi sinni, hann hafði t.a.m. verið með tríó sem starfaði á árunum 1952-53 en árið 1958 stofnaði hann danshljómsveit sem starfaði um nokkurra ára skeið á skemmtistöðum Reykjavíkur undir nafninu Hljómsveit Árna Elfar og var þá á meðal vinsælustu hljómsveita landsins. Tildrög þess að Hljómsveit Árna…

Hljómsveit Halldórs frá Kárastöðum (1937-52)

Lítið er vitað um hljómsveit Halldórs Einarssonar frá Kárastöðum í Þingvallasveit en hann var vinsæll harmonikkuleikari og lék víða um sunnan og vestanvert landið á dansleikjum á fyrri hluta 20. aldarinnar, ýmist einn eða í samstarfi við aðra en hann mun hafa gert sveitina út frá Reykjavík þangað sem hann fluttist árið 1937. Ekki er…

Hljómsveit Guðjóns Sigurjónssonar (1974)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem lék í Veitingahúsinu Borgartúni 32 haustið 1974 undir nafninu Hljómsveit Guðjóns Sigurjónssonar en engin frekari deili liggja fyrir um sveitina eða um þennan Guðjón, hér er þó giskað á að um „gömlu dansa hljómsveit“ sé að ræða. Því er hér með óskað eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi…

Hljómsveit Haraldar Reynissonar (1996)

Haraldur Reynisson (Halli Reynis) virðist hafa haldið úti hljómsveit um skamma hríð haustið 1996 en sveitin lék þá á skemmtistaðnum Næturgalanum í Kópavogi. Haraldur sem yfirleitt var einn á ferð sem trúbador var ekki að senda frá sér plötu um það leyti sem þessi sveit starfaði, og hún hefur því ekki verið sett saman til…

Hljómsveit Haraldar Jósefssonar (1957)

Sumarið 1957 lék Hljómsveit Haraldar Jósefssonar fyrir dansi í tengslum við fegurðarsamkeppni sem haldin var í Tívolíinu í Vatnsmýrinni. Svo virðist sem sveitin hafi aðeins leikið í eitt eða örfá skipti opinberlega. Hljómsveitarstjóri sveitarinnar var Haraldur Jósefsson trommuleikari en engar aðrar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan.

Hljómsveit Haraldar Baldurssonar (1956-57)

Hljómsveit Haraldar Baldurssonar starfaði á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1956 og 57 að minnsta kosti en sveitin lék þá m.a. í Þórscafe og Breiðfirðingabúð, og einnig á útiskemmtunum og öðrum uppákomum, m.a. skemmtunum bankamanna en Haraldur Baldursson hljómsveitarstjóri starfaði einmitt við Útvegsbankann. Haraldur sem kom úr Vestmannaeyjum lék á gítar í hljómsveit sinni en engar upplýsingar…

Hljómsveit Halldórs Helgasonar (1973)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Halldórs Helgasonar en hún lék líkast til fyrir gömlu dönsunum, sveitin var starfandi árið 1973. Ekki liggur neitt fyrir um þessa sveit en hljómsveitarstjórinn Halldór Helgason gæti hafa verið trommuleikari hennar, óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan hennar, starfstíma og annað sem ætti heima í…

Sigurður Markússon (1927-2023)

Sigurður Markússon var fyrstur Íslendinga til að nema fagottleik og var svo sjálfur lærimeistari annarra fagottleikara, hann hann lék um langt árabil með Sinfóníuhljómsveit Íslands, var einn af meðlimum og stofnendum tónlistarhópa eins og Musica Nova og Kammersveitar Reykjavíkur og starfaði með fleiri slíkum hópum. Sigurður starfaði jafnframt nokkuð að söngmálum. Sigurður Breiðfjörð Markússon fæddist…

Jón Hallfreð Engilbertsson (1955-2024)

Jón Hallfreð Engilbertsson var áberandi í vestfirsku tónlistarstarfi um árabil, starfaði með fjölda hljómsveita og tók virkan þátt í tónlistar- og leiksýningum sem settar voru upp á Ísafirði, hann var jafnframt laga- og textahöfundur en fátt eitt hefur komið út af því efni. Jón Hallfreð (Halli) var fæddur á Ísafirði en ólst upp á Tirðilmýri…

Afmælisbörn 22. maí 2024

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fimm talsins að þessu sinni: Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona er sextíu og fimm ára gömul í dag. Þótt hún hafi lengstum verið þekktust sem bakraddasöngkona hefur hún sungið með fleiri hljómsveitum en marga grunar, þar má nefna Brunaliðið, Smelli, Chaplin, Módel, Snörurnar og svo í þríeykinu Ernu, Evu, Ernu. Einnig…

Afmælisbörn 21. maí 2024

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona er fjörutíu og níu ára gömul á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng…

Afmælisbörn 20. maí 2024

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er sextíu og fimm ára gamall á þessum degi. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkó, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó…

Afmælisbörn 19. maí 2024

Í dag eru á skrá Glatkistunnar fimm afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er áttatíu og átta ára gamall á þessum degi, enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en mun vera þó vera oftar en nokkur annar. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk síðan framhaldsnámi í London…

Afmælisbörn 18. maí 2024

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Fyrst skal telja söngvarann Sævar Sverrisson en hann er sextíu og sjö ára gamall. Sævar hefur sungið með fjöldanum öllum af misþekktum hljómsveitum og  margir muna eftir honum í hljómsveitinni Spilafíflum í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Meðal annarra sveita sem hann hefur verið í má…

Afmælisbörn 17. maí 2024

Hvorki fleiri né færri en átta tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón…

Afmælisbörn 16. maí 2024

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jónas Sigurðsson skal fyrstan telja en hann er fimmtugur og fagnar því stórafmæli í dag. Jónas hafði spilað á trommur með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna bönd eins Sólstrandagæjana, Trassana, Ýmsa flytjendur og Blöndustrokkana. Sólóferill Jónasar hófst 2006 þegar fyrsta…

Hjónabandið [5] (1996-)

Hljómsveitin Hjónabandið í Rangárþingi eystra er líklega þekktust þeirra sveita sem starfað hafa undir þessu nafni en sveitin á sér sögu allt frá árinu 1995 og er líklega enn starfandi að nafninu til þótt ekki sé víst að hún hafi komið fram opinberlega á allra síðustu árum. Stofnun Hjónabandsins má rekja til ársins 1995 þegar…

Hjónabandið [5] – Efni á plötum

Hjónabandið – Diskur ársins Útgefandi: Hjónabandið Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2006 1. Lóðarí 2. Núggatið 3. Veltingssalsa 4. Sumardagurinn fyrsti 5. Verkalagið 6. Hjólalagið 7. Eyjafjör 8. Töðugjöld 9. Hrikalegur gæi 10. Faðmlagið 11. Ísskápurinn 12. Jólafjör Flytjendur: Jón Ólafsson – [?] Ingibjörg E. Sigurðardóttir – [?] Jens Sigurðsson – [?] Auður Halldórsdóttir – [?]…

Hjálpum þeim [annað] (1985-)

Lagið Hjálpum þeim er án nokkurs vafa þekktasta „styrktarlag“ sem gefið hefur verið út á Íslandi en það hefur skapað tekjur fyrir hjálparstarf Hjálparstofnunar kirkjunnar í gegnum árin. Fyrirmyndirnar að laginu og hjálparstarfsverkefninu í kringum það komu frá Bretlandi og Bandaríkjunum en haustið 1984 höfðu breskir tónlistarmenn sent frá sér smáskífuna Do they know it‘s…

Hjónabandið [4] (1993-2012)

Hjónabandið svokallaða úr Önundarfirðinum var eins og nafnið gefur til kynna dúett eða hljómsveit hjóna en þau Árni Brynjólfsson og Erna Rún Thorlacius bændur á Vöðlum í Önundarfirði störfuðu undir þessu nafni til fjölda ára og léku fyrir dansi og söng, mest á Vestfjörðum en einnig víðar um land og reyndar einnig að minnsta kosti…

Hjálpum þeim [annað] – Efni á plötum

Hjálparsveitin – Hjálpum þeim [ep] Útgefandi: Hjálparstofnun kirkjunnar í samvinnu við Auglýsingastofuna Nýtt útlit hf.  Útgáfunúmer: HK 001 Ár: 1985 1. Hjálpum þeim 2. Hjálpum þeim (instrumental) Flytjendur: Björgvin Gíslason – gítar og raddir Björn Thoroddsen – gítar og raddir Friðrik Karlsson – gítar Eyþór Gunnarsson – hljómborð og raddir Jon Kjell Seljeseth – hljómborð…

Hjörleifur Björnsson (1937-2009)

Tónlistarmaðurinn Hjörleifur Björnsson var kunnur bassaleikari á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, lék með nokkrum danshljómsveitum áður en hann freistaði gæfunnar erlendis en hann bjó og starfaði í Svíþjóð megnið af ævi sinni. Hjörleifur Baldvin Björnsson var fæddur (sumarið 1937) og uppalinn á Akureyri, hann byrjaði sinn tónlistarferil sem gítarleikari en færði sig fljótlega…

Hljómsveit Grétars Örvarssonar (1983-88)

Grétar Örvarsson tónlistarmaður sem yfirleitt er kenndur við þekktustu hljómsveit sína Stjórnina, starfrækti um nokkurra ára skeið hljómsveit í eigin nafni sem lék lengst af á Hótel Sögu en hann var aðeins 24 ára þegar hann stofnaði sveitina. Hljómsveit Grétars Örvarssonar var stofnuð árið 1983 og var mjög fljótlega farin að leika í Átthagasal Hótel…

Hljómsveit Grétars Ólafssonar (1957)

Upplýsingar um hljómsveit sem nefnd var Hljómsveit Grétars Ólafssonar, eru af skornum skammti en sveitin lék á dansleik tengdum Menntaskólanum í Reykjavík árið 1957. Engar haldbærar upplýsingar er að finna um þessa sveit en hér er giskað á að Grétar þessi sé sá hinn sami og var um tíma píanóundirleikari Ómars Ragnarssonar 1963 og 64,…

Hljómsveit Gísla Brynjólfssonar (1956-58)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Hljómsveit Gísla Brynjólfssonar, og hugsanlegt er að einhver ruglingur í heimildum sé við hljómsveit nafna hans Gísla Bryngeirssonar en báðar störfuðu sveitirnar í Vestmannaeyjum, hljómsveit Gísla Bryngeirssonar þó aðeins fyrr. Fyrir liggur að hljómsveit Gísla var starfandi árið 1956 og 58 en óvíst er hvort það hafi verið…

Hljómsveit Gísla Bryngeirssonar (1955-57)

Hljómsveit Gísla Bryngeirssonar starfaði í Vestmannaeyjum um tveggja ára skeið eftir miðbik sjötta áratugarins. Forsagan að stofnun sveitarinnar var sú að Gísla hafði verið sagt upp í húshljómsveit sem starfaði í Samkomuhúsinu í Eyjum snemma árs 1955, mörgum þótti það hart en Gísli var fatlaður og hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Hann lagði þó…